Hvað á að vera í snyrtiveskinu?

Saint Laurent LouLou Cosmetics Bag (Nordstrom).
Saint Laurent LouLou Cosmetics Bag (Nordstrom).

Þegar kemur að einum stærsta degi ævinnar er gott að vera við öllu búinn. Það er ekki nóg að hafa snyrtivörur í veskinu, ýmsar hversdagslegar vörur koma einnig að gagni.

1. Orkustöng

Maður veit aldrei hvenær hungrið kemur upp og á annasömum degi er ekki hlaupið að því að setjast niður að borða. Vertu með orkustöng til taks eins og til dæmis Aduna Moringa-orkustöngina. Þetta er lífræn og glúteinlaus prótínstöng sem inniheldur hvorki viðbættan sykur, hveiti né mjólkurafurðir og fæst í Heilsuhúsinu. Snickers hefur einnig hentað mér ágætlega í gegnum árin.

Aduna Moringa-orkustöng.
Aduna Moringa-orkustöng.

2. Mattandi púður             

Clarins Pore Perfecting Matifying Kit er án efa það mikilvægasta í snyrtiveskinu en gegnsætt púðrið tekur burt allan glans af húðinni og minnkar ásýnd svitahola. Eins fylgir með því sérstakur pappír sem þú leggur yfir húðina og dregur í sig olíu.

Clarins Pore Perfecting Matifying Kit.
Clarins Pore Perfecting Matifying Kit.

3. Plástur

Þegar maður dansar fram eftir kvöldi eða er í vafasömum skó er gott að hafa plástur til taks ef hælsæri eða blöðrur skjóta upp kollinum.

4. Verkjalyf           

Það er fátt verra en að fá hausverk eða aðra verki þegar maður á langan dag fram undan. Íbúfen eða annað sambærilegt lausasölulyf er gott að hafa til taks.

5. Hárspennur

Hvort sem þú þarft að laga hárið eða opna hurð er alltaf gott að hafa hárspennur nálægt.

6. Varalitur        

Það er nauðsynlegt að hafa varalit í veskinu og varasalva en það er hægt að einfalda lífið með því að vera einfaldlega með nærandi, mjúkan varalit. Prófaðu nýju Chanel Rouge Coco Flash-varalitina sem búa yfir björtum lit og nærandi olíum.

Chanel Rouge Coco Flash.
Chanel Rouge Coco Flash.

7. Hársprey

Gættu þess að hárið hagi sér með því að vera með hársprey í veskinu. Moroccanoil Luminous Hairspray kemur í ferðastærð (75 ml) og er tilvalið í snyrtiveskið.

Moroccanoil Luminous Hairspray.
Moroccanoil Luminous Hairspray.

8. Cleye-augndropar

Á brúðkaupsdeginum veit maður aldrei hvenær tárin byrja að streyma, af hamingju auðvitað (vonandi). Það er sniðugt að vera með augndropa í veskinu sem taka roða og ertingu burt svo enginn sé nú með rauð augu í myndatökunni.

Cleye-augndropar.
Cleye-augndropar.

9. Tannþráður     

Á degi þar sem maður brosir yfirleitt allan hringinn er gott að geta hreinsað pirrandi mat burt sem kann að hafa festst á milli tannanna í veislunni. Þannig geturðu haldið áfram að brosa eftir veislumatinn af öryggi.

10. Maskari                                           

Maskarinn er auðvitað nauðsynlegur í veskið og mælum við með Sensai Lash Volumiser 38°C-maskaranum sem endist ótrúlega vel á augnhárunum.

Sensai Lash Volumiser 38°C Mascara.
Sensai Lash Volumiser 38°C Mascara.

11. Farði eða hyljari        

Í byrjun dags ertu förðuð með tilteknum farða og hyljara. Það er svolítið vesen að ætla að bæta á farðann yfir daginn en auðveldara að bæta smá hyljara á þau svæði sem þurfa aðra umferð yfir daginn. YSL Touche Éclat Full Cover Radiant Concealer er frábær hyljari með nákvæmum bursta svo auðvelt er að laga förðunina á skotstundu.

YSL Touché Éclat High Cover Radiant Concealer.
YSL Touché Éclat High Cover Radiant Concealer.

12. Blaut- eða bréfþurrkur

Hvort sem þarf að þurrka tárin eða bleyta upp í einhverju þá þarf að hafa einhvers konar þurrkur í veskinu.

13. Eyrnapinnar              

Það má margt laga með eyrnapinna en þó sérstaklega maskaraklessur, augnlínufarða sem lekur til og svona mætti lengi telja. Prófaðu þessa eyrnapinna úr bambus sem fást á mena.is og vertu umhverfisvæn í leiðinni.

14. Ilmvatn                

Bættu góðum ilmi á þig yfir daginn. Oft er hægt að fá ferðastærðir af ilmvötnum sem eru hentugri í veskið en Byredo framleiðir gjarnan ferðastærðir af vinsælum ilmvötnum sínum. Prófaðu til dæmis Blanche frá Byredo sem fæst í Madison ilmhúsi.

Byredo Blanche Eau de Parfum.
Byredo Blanche Eau de Parfum.
mbl.is

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

Í gær, 05:00 Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

í fyrradag Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »

10 atriði sem þú gætir átt von á án sykurs

19.5. Þú færð sterkara ónæmiskerfi, missir þyngd og sefur betur án sykurs. Þú gætir viljað nota minna af snyrtivörum og hafir meira úr að spila með breyttu matarræði. Meira »