Hvað á að vera í snyrtiveskinu?

Saint Laurent LouLou Cosmetics Bag (Nordstrom).
Saint Laurent LouLou Cosmetics Bag (Nordstrom).

Þegar kemur að einum stærsta degi ævinnar er gott að vera við öllu búinn. Það er ekki nóg að hafa snyrtivörur í veskinu, ýmsar hversdagslegar vörur koma einnig að gagni.

1. Orkustöng

Maður veit aldrei hvenær hungrið kemur upp og á annasömum degi er ekki hlaupið að því að setjast niður að borða. Vertu með orkustöng til taks eins og til dæmis Aduna Moringa-orkustöngina. Þetta er lífræn og glúteinlaus prótínstöng sem inniheldur hvorki viðbættan sykur, hveiti né mjólkurafurðir og fæst í Heilsuhúsinu. Snickers hefur einnig hentað mér ágætlega í gegnum árin.

Aduna Moringa-orkustöng.
Aduna Moringa-orkustöng.

2. Mattandi púður             

Clarins Pore Perfecting Matifying Kit er án efa það mikilvægasta í snyrtiveskinu en gegnsætt púðrið tekur burt allan glans af húðinni og minnkar ásýnd svitahola. Eins fylgir með því sérstakur pappír sem þú leggur yfir húðina og dregur í sig olíu.

Clarins Pore Perfecting Matifying Kit.
Clarins Pore Perfecting Matifying Kit.

3. Plástur

Þegar maður dansar fram eftir kvöldi eða er í vafasömum skó er gott að hafa plástur til taks ef hælsæri eða blöðrur skjóta upp kollinum.

4. Verkjalyf           

Það er fátt verra en að fá hausverk eða aðra verki þegar maður á langan dag fram undan. Íbúfen eða annað sambærilegt lausasölulyf er gott að hafa til taks.

5. Hárspennur

Hvort sem þú þarft að laga hárið eða opna hurð er alltaf gott að hafa hárspennur nálægt.

6. Varalitur        

Það er nauðsynlegt að hafa varalit í veskinu og varasalva en það er hægt að einfalda lífið með því að vera einfaldlega með nærandi, mjúkan varalit. Prófaðu nýju Chanel Rouge Coco Flash-varalitina sem búa yfir björtum lit og nærandi olíum.

Chanel Rouge Coco Flash.
Chanel Rouge Coco Flash.

7. Hársprey

Gættu þess að hárið hagi sér með því að vera með hársprey í veskinu. Moroccanoil Luminous Hairspray kemur í ferðastærð (75 ml) og er tilvalið í snyrtiveskið.

Moroccanoil Luminous Hairspray.
Moroccanoil Luminous Hairspray.

8. Cleye-augndropar

Á brúðkaupsdeginum veit maður aldrei hvenær tárin byrja að streyma, af hamingju auðvitað (vonandi). Það er sniðugt að vera með augndropa í veskinu sem taka roða og ertingu burt svo enginn sé nú með rauð augu í myndatökunni.

Cleye-augndropar.
Cleye-augndropar.

9. Tannþráður     

Á degi þar sem maður brosir yfirleitt allan hringinn er gott að geta hreinsað pirrandi mat burt sem kann að hafa festst á milli tannanna í veislunni. Þannig geturðu haldið áfram að brosa eftir veislumatinn af öryggi.

10. Maskari                                           

Maskarinn er auðvitað nauðsynlegur í veskið og mælum við með Sensai Lash Volumiser 38°C-maskaranum sem endist ótrúlega vel á augnhárunum.

Sensai Lash Volumiser 38°C Mascara.
Sensai Lash Volumiser 38°C Mascara.

11. Farði eða hyljari        

Í byrjun dags ertu förðuð með tilteknum farða og hyljara. Það er svolítið vesen að ætla að bæta á farðann yfir daginn en auðveldara að bæta smá hyljara á þau svæði sem þurfa aðra umferð yfir daginn. YSL Touche Éclat Full Cover Radiant Concealer er frábær hyljari með nákvæmum bursta svo auðvelt er að laga förðunina á skotstundu.

YSL Touché Éclat High Cover Radiant Concealer.
YSL Touché Éclat High Cover Radiant Concealer.

12. Blaut- eða bréfþurrkur

Hvort sem þarf að þurrka tárin eða bleyta upp í einhverju þá þarf að hafa einhvers konar þurrkur í veskinu.

13. Eyrnapinnar              

Það má margt laga með eyrnapinna en þó sérstaklega maskaraklessur, augnlínufarða sem lekur til og svona mætti lengi telja. Prófaðu þessa eyrnapinna úr bambus sem fást á mena.is og vertu umhverfisvæn í leiðinni.

14. Ilmvatn                

Bættu góðum ilmi á þig yfir daginn. Oft er hægt að fá ferðastærðir af ilmvötnum sem eru hentugri í veskið en Byredo framleiðir gjarnan ferðastærðir af vinsælum ilmvötnum sínum. Prófaðu til dæmis Blanche frá Byredo sem fæst í Madison ilmhúsi.

Byredo Blanche Eau de Parfum.
Byredo Blanche Eau de Parfum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál