Rakar þú leggina oftar en Taylor Swift?

Taylor Swift lætur ekki sjá sig með órakaða leggi.
Taylor Swift lætur ekki sjá sig með órakaða leggi. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift rakar á sér leggina oftar en flestar konur ef marka má viðtal við hana í sjónvarpsþætti Ellenar DeGeneres á dögunum. Umræðuefnið kom upp eftir að DeGeneres spurði Swift hvort hún þvoði á sér fæturna. 

„Ég geri það af því þegar þú rakar á þér fæturna þá breytist raksápan í sápu, ekki satt?“ Sagði söngkonan. Það eina sem var í stöðunni var að spyrja Swift hvort hún þvoði þá ekki á sér fæturna þegar hún rakaði þær ekki. Swift taldi ekki svo vera enda rakar hún þær mjög oft eins og kom í ljós. 

„Ég raka þá eiginlega alltaf,“ sagði Swift um fótleggina og raksturvenjur sínar og var Ellen DeGeneres nokkuð hissa. „Á hverjum degi?“ Spurði sjónvarpsstjarnan tónlistarkonuna og þegar hún fékk jákvætt svar ályktaði hún sem svo að Swift hlyti að vera með ótrúlega mikinn hárvöxt. 

Taylor Swift með vel rakaða leggi.
Taylor Swift með vel rakaða leggi. mbl.is/AFP
mbl.is