„Ég hef aldrei látið tískuna ráða yfir mér“

Baron-línan er ein af okkar aðallínum. Innblásturinn kemur frá karöflu sem ég erfði eftir foreldra mina sem baróninn Charles Francois Xavier Gauldree Boilleau átti og er línan í rauninni byggð á þessum dularfulla manni. Hann var franskur aðalsmaður og tónlistarmaður sem bjó á Íslandi í kringum 1800,“ segir Hendrikka.

Línan kemur í sterlingsilfri og gulli og segir hún að þau séu alltaf að bæta við línuna, sem er skreytt fallegum steinum.

„Í silfurlínunni vinnum við mikið með sirkonsteina sem koma í alls konar litum og í gulllínunni erum við með eðalsteina eins og til dæmis Smokey quartz.“

– Er gullið að koma sterkt inn?

„Gullið hefur alltaf verið sterkt. Það hefur alltaf verið meiri hefð fyrir silfri hérna á Íslandi en hins vegar hef ég tekið eftir meira gulli undanfarið. Baron-línan mun svo koma með gullhúðun í haust. Það er líka fallegt að blanda silfri og gulli saman.“

– Hvaðan kemur innblásturinn?

„Ég segi alltaf að minn helsti innblástur í gegnum tíðana hafi komið frá löndum sem ég hef búið og unnið í, það er að segja Íslandi, Japan, Indlandi, Rússlandi og Englandi. Hvert þessara landa býr yfir sínum sérkennum og fjölþættri menningu. Núna er ég að vinna að línu sem kemur út í haust og tengist æsku minni á Íslandi.“

– Hvernig finnst þér fallegast að raða saman skartgripum, eigum við að hlaða á okkur eða hafa bara einn grip?

„Mér finnst ofsalega fallegt að vera með einn stóran „statement“-hring og falleg hálsmen. Stórir eyrnalokkar finnst mér líka flottir.

Þetta fer auðvitað alveg eftir týpunni og hvað hentar hverju sinni.

Núna er tískan að hlaða svolítið miklu á sig og svo finnst mér einfaldleikinn einnig fallegur. Það eru í rauninni engar reglur í þessu og það má allt.“

– Hvernig finnst þér skartgripatískan vera að þróast?

„Það er búinn að vera mikill mínimalismi í gangi síðastliðin ár og ég er svo ánægð að sjá að við erum að sjá endurkomu í litríkum „statement“-skartgripum í staðinn fyrir hversdagslega skartgripi sem hafa verið lengi í tísku. Fyrirferðarmiklir kringlóttir eyrnalokkar koma líka sterkir inn núna.“

– Hvernig hefur smekkur þinn breyst síðan þú stofnaðir fyrirtækið?

„Smekkurinn hefur í rauninni ekkert breyst. Ég hef aldrei látið tískuna ráða yfir mér. Ég fer frekar mínar eigin leiðir þannig að ég er ennþá hrifin af litríkum steinum og mjög hrifin af öllu sem er boho-glam.“

– Hvað hefurðu lært á þessum tíma?

„Það er mjög mikilvægt að hafa ástríðu fyrir þessu og elska það sem þú ert að gera, því þá kemur seiglan sem þú þarft á að halda til að ílengjast í bransanum. Það er mjög mikilvægt að hafa.“

– Hvað drífur þig áfram í lífinu?

„Ástríðan! Þegar það er ástríða í því sem þú gerir þá hugsar maður alltaf um vinnuna sem áhugamál. Ástríðan er svo mikilvæg vegna þess að hún keyrir þig áfram á hverjum degi til að ná því sem þú vilt í lífinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál