Dolly sefur alltaf máluð

Dolly Parton sefur alltaf máluð, til vonar og vara.
Dolly Parton sefur alltaf máluð, til vonar og vara. mbl.is/Bang

Tónlistarkonan Dolly Parton sefur alltaf máluð, þrátt fyrir að bókstaflega allir húðsérfræðingar mæli alls ekki með því. Ástæðan er einföld, hún veit aldrei hvað gæti komið upp á á nóttunni. 

„Maður veit aldrei hvort tónleikarútan muni bila, maður veit aldrei hvort maður verði á hóteli og það kviknar í. Þess vegna þríf ég mér ekki í framan á kvöldin, heldur á morgnana,“ sagði Parton í viðtali við New York Times

Dolly Parton er auðvitað drottning og því ættum við ekki að vera dæma aðferðir hennar, hún lítur jú nokkuð vel út miðað við aldur. Það er samt alls ekki mælt með því að sofa með farða á sér, en húðin þarf tíma til að anda og nærast yfir nóttina. Að sofa málaður getur valdið útbrotum og stíflað svitaholurnar. 

Við mælum samt alls ekki með því að gera það …
Við mælum samt alls ekki með því að gera það að vana að sofa með farða á sér. AFP
mbl.is