Forstjóri COS ánægð með Ísland

Marie Honda forstjóri COS.
Marie Honda forstjóri COS.

Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri COS, Marie Honda, segir að þau séu þakklát fyrir þær hlýju móttökur sem verslunin hefur fengið frá íslenskum viðskiptavinum, en fatnaðurinn frá COS er mjög vinsæll hér á landi og þekktur fyrir gæði og tímalausa hönnun. 

„Við höfum verið mjög heppin og erum þakklát fyrir þær hlýju móttökur á íslenska markaðnum sem við höfum fengið frá því að við opnuðum í síðustu viku. Viðbrögðin hafa verið einstaklega jákvæð, bæði hvað varðar rýmið sjálft og svo nýju línuna og við vonum að viðskiptavinir verði áfram ánægðir með þessa nýju verslun,“ segir Marie Honda, forstjóri COS, í viðtali við Smartland.

Fyrsta COS-verslunin leit dagsins ljós í Bretlandi 2007 en síðan þá hefur verslununum fjölgað um heim allan. Á Íslandi er verslunin tæpir 600 fm á tveimur hæðum. Honda segir að það sé spennandi að geta haldið útrásinni áfram.

„Við erum alltaf að leita að nýjum stöðum til að opna á og við veljum þá mjög vandlega. Þegar við fundum þetta húsnæði við Hafnartorg fannst okkur að passa einstaklega vel fyrir okkar fyrstu verslun á íslenskum markaði,“ segir hún.

Fatnaðurinn frá COS samanstendur af lykilflíkum í bland við klassísk snið með nýjum nálgunum og er bæði nútímalegur og tímalaus. Fyrirtækið hefur aldrei auglýst vörur sínar á hefðbundinn hátt. „Við teljum að kúnnar okkar vilji persónulegri nálgun,“ útskýrir Honda og bætir við: „Við sköpum og höldum uppi samtali við viðskiptavini okkar með því að deila fagurfræði okkar og hlutum sem veita okkur innblástur, bæði á vefnum okkar og á samfélagsmiðlum, auk þess að vera í samstarfi við listamenn og hönnuði og rafræna COS-tímaritið. Á þennan hátt getum við komið persónuleika okkar á framfæri með myndum, greinum, stöðum og viðtölum við fólk sem við teljum að passi við hugmyndafræði COS.“

COS hefur frá upphafi lagt mikinn metnað í stuðning við listalífið og hefur átt samvinnu við og stutt bæði þekkta sem og upprennandi listamenn, gallerí og skapandi vinnustofur. COS hefur meðal annars unnið að verkefnum með The Serpentine Gallery í London og Guggenheim í New York. „Okkur finnst listin vera á undan tískunni þannig að í stað þess að fylgja hefðbundnum tískubylgjum þá leitast hönnuðir okkar við að fá innblástur frá heimi listarinnar, hönnunar og arkitektúrs.

Þessi innblástur er upphafspunktur alls sem við sköpum hjá COS. Það er þess vegna eðlilegt fyrir okkur að styðja við það umhverfi sem veitir okkur þennan innblástur, hvort sem það er með samstarfsverkefnum eða bara að deila því á miðlunum okkar. Á síðasta áratug höfum við haft tækifæri til þess að vera í samstarfi við skapandi fólk af öllum geirum á mörgum stöðum, eins og til dæmis í Mílanó á Salone del Mobile, eða með því að styðja við söfn eins og The Serpentine Galleries og við lítum á þetta samstarf sem tækifæri til að gefa listamönnum eitthvað fyrir að hafa veitt okkur innblástur.“

Aðspurð hvort COS hyggi á samstarf við íslenska listamenn eða hönnuði segir hún að þau séu sífellt að leita að samstarfsfólki sem passar við fagurfræði þeirra. „Við erum spennt fyrir því að kynnast skapandi samfélagi Reykjavíkur. Náttúran á Íslandi veitir okkur líka innblástur, við mynduðum haust og vetrarlínunna okkar hér árið 2015!“

Vor- og sumarlína COS er innblásin af vatni og lofti. Líkt og þessi náttúruöfl þá eru útlínurnar síbreytilegar og flæðandi. Áferðin og eiginleikar efnanna eru aðalatriðin í hönnuninni. Og COS leggur mikið upp úr sjálfbærni.

„Við lítum svo á að fólki líki við hversu tímalaus hönnun okkar er í stað þess að fylgja nýjustu tískubylgjum sem þýðir að viðskiptavinir geti gengið í fatnaði okkar árum saman. Við hugsum vel út í hvaða efni við notum og endingu þeirra og hvetjum til endurnýtingar og viðgerða.

Frá því að við opnuðum árið 2007 hefur hugsjón okkar verið hin sama, að bjóða upp á hágæða fatnað á samkeppnishæfu og viðráðanlegu verði og sem er tímalaus, nútímalegur og praktískur. Við erum nú með verslanir í 41 landi og tökum þeim jákvæðu viðbrögðum sem við fáum frá viðskiptavinum með auðmýkt.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

Í gær, 22:00 „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

Í gær, 17:00 Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

Í gær, 14:00 Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

Í gær, 09:30 Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

Í gær, 05:00 Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

í fyrradag Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

í fyrradag Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

í fyrradag Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

í fyrradag Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

í fyrradag ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

18.7. Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

18.7. María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

18.7. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

18.7. Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

18.7. Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

17.7. Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »