Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

Alexandra Helga á stóra deginum.
Alexandra Helga á stóra deginum. skjáskot/instagram

Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sem hún klæddist um helgina er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav. Alexandra segir að þetta sé kjóll drauma hennar og að hún hafi elskað hverja sekúndu á meðan hún klæddist kjólnum. 

Alexandra var hreint út sagt stórkostleg í þessum blúndukjól en förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir sá um að setja punktinn yfir i-ið og farðaði Alexöndru fyrir stóra daginn. 

Galia Lahav er vinsælt á meðal stjarnanna í Hollywood og hafa stjörnur á borð við Gal Gadot, Chrissy Teigen og Priyanka Chopra sést á rauða dreglinum í kjólum frá tískuhúsinu. 

mbl.is