Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

Busy Philipps með plásturinn.
Busy Philipps með plásturinn. skjáskot/Instagram

Leikkonan Busy Philipps þurfti ekki að skipta um dress nokkrum dögum fyrir viðburð heldur græjaði stílistinn hennar, Karla Welch, einfaldlega plástur með gimsteinum.

Philipps datt á hjóli og hruflaði á sér hnéð stuttu fyrir viðburðinn. Þar sem hún og stílistinn hennar vildu ekki velja ný föt með svo skömmum fyrirvara ákváðu þær að hugsa í lausnum og létu græja Swarovski plásturinn.

Plásturinn passar óneitanlega vel við fötin sem Philipps klæddist en hún var í hjólabuxum úr gimsteinum og í stórum hvítum blazer-jakka við. 

Philipps hefur áður opnað sig um ítrekuð hnémeiðsl sem hafa hrjáð hana í gegnum árin, en hún getur verið einstaklega mikill klaufi að eigin sögn. 

Plásturinn var punkturinn yfir i-ið.
Plásturinn var punkturinn yfir i-ið. Skjáskot/Insagram
View this post on Instagram

Same fucking knee. New trauma. 🤦‍♀️😂😭#thiswillonlyhurtalittle

A post shared by Busy Philipps (@busyphilipps) on Jul 6, 2019 at 5:25pm PDTmbl.is