Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

María Maríusdóttir.
María Maríusdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. 

„Fyrir mér skipta gæðin á töskunum mestu máli. Þar sem við Íslendingar ferðumst í flugi frá landinu má segja að álagið á ferðatöskurnar okkar sé meira en hjá mörgum öðrum. Aðrar þjóðir ferðast gjarnan með lest eða bíl. Mikill munur er á álaginu á ferðatöskurnar.“

María segir að stærð á ferðatöskunum skipti miklu máli.

„Eins skiptir máli hvort ferðast er á milli tveggja flugvalla, eða lengri leggi og í lest.

Þá getur verið heppilegra fyrir hjón að vera með 2 töskur í miðstærð heldur en eina stóra.“

Hvort mælir þú með harðri tösku eða tautösku?

„Það er smekksatriði. Farangri sem á að fara vel um, betri fatnaði og fleira, er betur borgið í harðri tösku að mínu mati. Þá mæli ég með að pakkað sé í báða helminga töskunnar. Betri fatnaði öðrum megin og síðan er loki rennt yfir og þá má pakka restinni af fatnaði og fylgihlutum hinum megin.

Tautaskan tekur jafn marga lítra og er svipuð að þyngd en hentar betur fyrir upprúlluð föt. Eins er meira hægt að pakka í þannið töskur.

Þær eru oft stækkanlegar og alltaf með utanáliggjandi hólfum.“

Að finna réttu stærðina

Hvað er að verða vinsælt með árunum?

„Það færist í aukana að ferðalangar kjósi að ferðast létt. Þá skiptir máli að velja réttu stærðina fyrir hvert flugfélag. Mestu framfarirnar í ferðatöskum í gegnum árin eru 4 hjólin og eigin þyngd töskunnar. Allra léttustu tautöskurnar eru þó ekki jafn sterkar þar sem styrkingin er minni. Flestar nýjar ferðatöskur eru með TSA-talnalásum sem oft eru kallaðir tollalásar. Tollverðir eru með lykil að þeim og geta opnað töskurnar ef ástæða þykir til.“

Hvað getur þú sagt mér um tengsl gæða og verðs?

„Oftast helst það í hendur.

Verðmunur er á hvort skelin er úr polycarbonate sem er eitt sterkasta plast í heimi, eða ABS sem er stökkara og miklu ódýrara. Verð ræðst mikið af hversu mikill saumaskapur er á töskunum og ekki síður á gæðum hjóla og uppdraganlega haldsins.“

Ferðatöskur alltaf með nýjungar

Að mati Maríu eru alltaf að koma fram nýjungar til að auðvelda ferðalagið.

„Það nýjasta er flipi á bakhlið minnstu ferðatöskunnar sem festist á stærri tösku. Það gerir ferðalagið léttara. Þar að auki langar mig að minnast á að útlit ferðatöskunnar segir mikið til um ferðalanginn, hvort hann er hefðbundinn eða til í breytingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál