Klæðir sig eins og prinsessa

Jana Aasland er mikið fyrir stórar ermar. Hún finnur þannig …
Jana Aasland er mikið fyrir stórar ermar. Hún finnur þannig fatnað á ASOS.

Jana Aasland er þýsk að uppruna og er leiðandi á sviði tískunnar víða. Hún er í framvarðasveit tískuhúsins ASOS og kennir konum að klæðast kjólum með stórum ermum svo eitthvað sé nefnt. 

ASOS hefur farið óhefðbundnar leiðir í markaðssetningu að undanförnu. Bæði með því að nota efni af samfélagsmiðlum frá almenningi og sýna þannig fatnaðinn sem fyrirtækið selur eins og hann raunverulega er úti í samfélaginu. 

Aasland gerir myndbönd sem eru vinsæl. Einkennismerki hennar eru prinsessu kjólar sem hún tónar niður með einföldum strigaskóm.

Það er áhugavert að sjá hvernig hún setur saman fatnað. Hún er ekki einvörðungu snillingur þegar kemur að tísku heldur er hún einnig ung kona sem er að verða leiðandi þegar kemur að förðun og fylgihlutum.

Það verður áhugavert að fylgjast með henni áfram á samfélagsmiðlum. Á Instagram er hún @asos_jana og @janaaasland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál