Shields hræðist lýtalækningar en vill líta vel út

Brooke Shields hræðist lýtaaðgerðir en er ekki á móti þeim.
Brooke Shields hræðist lýtaaðgerðir en er ekki á móti þeim. AFP

Leikkonan Brooke Shileds sagði í viðtali við Andy Cohen að hún hræddist lýtalækningar en vildi samt sem áður líta sem best út. 

Hin 54 ára gamla leikkona segist aldrei hafa farið í lýtaaðgerð en að dætur hennar grínist stundum með að hún þyrfti að fara sprauta bótoxi í ennið. Hún fer þó í húðmeðferð til að brenna fitu. „Þetta er í raun magnað. Ég æfi og æfi og er samt enn með fitu eftir barnsburð. Þessi meðferð fjarlægir fitufrumur og virkar raunverulega,“ sagði Shields.

Shields hefur átt glæsilegan feril í kvikmyndum, en hún skaust fyrst upp á sjónarsviðið þegar hún var aðeins 12 ára gömul. Hún hefur því verið í kastljósinu allt frá unga aldri. 

„Þetta lætur mig hika, en ég er ekki mótfallin lýtaaðgerðum. Mamma mín fór í andlitslyftingu þegar hún var rétt komin yfir fertugt og þegar hún var 70 ára leit hún út fyrir að vera 50 ára. Það hjálpaði henni. En ég sá hversu erfitt bataferlið er,“ sagði Shields.

„Ég held að maður þurfi að fagna aldrinum, en á sama tíma má maður gera það sem manni líður vel með,“ sagði hún og bætti við að henni liði best þegar hún næði að æfa mikið, sofa nóg, drekka mikið af vatni og minna af áfengi.

Brooke Shields líður best þegar hún æfir á fullu, sefur …
Brooke Shields líður best þegar hún æfir á fullu, sefur nóg, drekkur mikið af vatni og minna af áfengi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál