6 Stórkostlegir varalitir fyrir veturinn

Bjartur varalitur getur dimmu í dagsljós breytt.
Bjartur varalitur getur dimmu í dagsljós breytt.

Eitt af því skemmtilegasta við veturinn er að draga fram dýpri og litsterkari varaliti en það er líka skothelt ráð til að lífga upp á andlitið. Hér eru nokkrir af uppáhaldsvaralitunum okkar fyrir veturinn. 

Yves Saint Laurent The Slim Sheer Matte Lipstick 

Nýjasti varaliturinn frá YSL er léttur og mattur og kemur í mjög fallegum litatónum. Varaliturinn er skorinn í einskonar ferhyrning svo auðveldara er að ná fram fullkominni ásetningu en formúlan býr yfir „blurring technology“ sem mýkir ásýnd varanna. 

Fimmtudaginn 31. október mun Yves Saint Laurent standa fyrir varalitaáletrun í Hagkaup í Smáralind milli kl. 18 og 22. Áletrunin mun fylgja frítt með keyptum varalitum frá YSL og er þetta tilvalin jólagjöf eða skemmtileg gjöf frá þér til þín til að hafa í snyrtiveskinu. 

Yves Saint Laurent The Slim Sheer Matte Lipstick, 5.599 kr.
Yves Saint Laurent The Slim Sheer Matte Lipstick, 5.599 kr.

Chanel Rouge Allure Ink Fusion

Mattir, þunnfljótandi en sérlega litsterkir varalitir sem endast allan daginn á vörunum. Rouge Allure Ink Fusion er nýjasta varalitaformúlan frá Chanel og er ætlað að veita „second-skin“ tilfinningu með sérlega fínlegri áferð. Burstinn er svo sérstaklega skorinn til að veita nákvæma ásetningu. 

Chanel Rouge Allure Ink Fusion, 5.999 kr.
Chanel Rouge Allure Ink Fusion, 5.999 kr.

Bare Minerals BAREPRO Longwear Lipstick 

Einstök varalitaformúla sem er full af nærandi innihaldsefnum ásamt olíu úr baobab, hindberjum og sólberjum. Litirnir eru bjartir og ákafir en sólblóma- og jojobavax koma í veg fyrir rakatap í kuldanum.

Bare Minerals BAREPRO Longwear Lipstick, 5.599 kr.
Bare Minerals BAREPRO Longwear Lipstick, 5.599 kr.

Lancôme L'Absolu Rouge Ruby Cream Lipstick

Ríkuleg áferðin býr yfir miklum lit og er rakagefandi. Nýju varalitirnir frá Lancôme eru innblásnir af rúbínsteinum og býr formúlan yfir rósaþykkni, nærandi sesamolíu og Pro-Xylane. Varirnar verða þannig mýkri og endurnærðar. 

Lancôme L'Absolu Rouge Ruby Cream Lipstick, 4.999 kr.
Lancôme L'Absolu Rouge Ruby Cream Lipstick, 4.999 kr.

Sensai The Lipstick

Varalitirnir sem draga úr hrukkum og örva blóðflæði í vörunum svo þær virki þrýstnari ásýndar. Formúla Sensai The Lipstick bland­ar sam­an húðum­hirðu við förðun með formúlu sem inni­held­ur Kois­himaru-silki, hið fá­gæta og auðkenn­andi inni­halds­efni Sensai.

Sensai The Lipstick, 6.199 kr.
Sensai The Lipstick, 6.199 kr.

Shiseido ModernMatte Powder Lipstick

Þyngdarlaus en fullþekjandi formúla sem veitir fullkomlega matta ásýnd án þess þó að þurrka varirnar. Sérstakar litaragnir veita bjartari tón og varirnar virka sléttari. 

Shiseido ModernMatte Powder Lipstick, 4.599 kr.
Shiseido ModernMatte Powder Lipstick, 4.599 kr.
mbl.is