„Illa slæmt að klæða sig ekki eftir veðri“

Lovísa segir hlýjar peysur vera málið. Hér er hún í …
Lovísa segir hlýjar peysur vera málið. Hér er hún í hlýrri peysu sem hún keypti í Gallerí 17 en pilsið er úr Lindex. mbl.is/Árni Sæberg

Lovísa Halldórsdóttir Olesen er gullsmiður sem elskar þægileg og klassísk föt. Hún er með skóblæti á háu stigi og segir skartið setja punktinn yfir þegar hún hefur sig til. Smartland fékk að kíkja í fataskáp Lovísu. 

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

„Það er ekkert sérstakt tímabil, bara dass af þeim öllum,“ segir Lovísa. 

Uppáhaldsverslunin á Íslandi? 

„Andrea by Andrea, 17, Zara, Air.“ 

En í útlöndum?

„Ég hoppa alltaf í Topshop, & another stories, All Saints og Ralph Lauren. Ég leita líka uppi markaði sem selja notuð föt.“

Fallegir hælaskór með snákaskinnsmynstri.
Fallegir hælaskór með snákaskinnsmynstri. mbl.is/Árni Sæberg
Skór frá KronKron.
Skór frá KronKron. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað finnst þér setja punktinn yfir-ið þegar þú gerir þig til? 

„Tvímælalaust skartgripirnir, það er ekkert „look“ tilbúið fyrr en skartgripirnir eru komnir á — það þarf alls ekki að vera mikið, fer eftir skapi og dressi. Fiskiflétta er líka í uppáhaldi hjá mér núna, hún passar við allt.“ 

Skartgripir eftr Lovísu. Lovísa hannar undir nafninu By Lovisa skartgripir.
Skartgripir eftr Lovísu. Lovísa hannar undir nafninu By Lovisa skartgripir. mbl.is/Árni Sæberg

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Extraloppan kemur sterk inn en ég elska líka græna hugsun, ég keypti mér geggjaðar buxur þar um daginn á þúsund krónur.“

Mesta tískuslysið þitt? 

„Art-skórnir forðum daga við agalega stutta og þrönga hlýralausa kjóla. Í rauninni eins og að vera í skíðaskóm. Tískuslys með stóru S-i átti sér reyndar stað þegar mamma henti óvart Dr. Martens-skónum mínum þegar ég var 16 ára. Hún hélt þeir væru gamlar druslur af bróður mínum.“

Bláa kaðlaprjónapeysan er frá Ralph Lauren, Buxurnar frá Levi's og …
Bláa kaðlaprjónapeysan er frá Ralph Lauren, Buxurnar frá Levi's og skórnir frá Nike Air. mbl.is/Árni Sæberg

Áttu þér tískufyrirmynd? 

„Nei ekki beint fyrirmynd en ég fylgist mikið með tísku. Karl Lagerfeld hefur verið minn uppáhalds í bransanum mjög lengi.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum þessa stundina?

„Þykkar og góðar prjónapeysur, Levis 501 og góða úlpu. Það er illa slæmt að klæða sig ekki eftir veðri.“

Hvað er á óskalistanum fyrir veturinn?

„Ég verð að eignast leðurbuxurnar frá Andreu og „burgundy“ litaða buxnadragt. Svo er ég algjör kuldaskræfa og dreymir um ullarslá frá Geysi.“

Skart Lovísu fær að njóta sín þegar hún er í …
Skart Lovísu fær að njóta sín þegar hún er í svörtu. mbl.is/Árni Sæberg
Lovísa á gott skósafn.
Lovísa á gott skósafn. mbl.is/Árni Sæberg
Blússa og pils en ekki kjóll! Lovísa notar blússuna og …
Blússa og pils en ekki kjóll! Lovísa notar blússuna og pilsið sem hún keypti í Gallerí 17 skemmtilega saman. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is