Grímur alsæll með nýja andlitsolíu

Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins.
Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins. mbl.is/Golli

Bláa lónið hefur sett nýja andslitsolíu, Algae Bioactive Concentrate, á markað sem er byggð á einstakri formúlu sem sléttir og eykur ljóma húðarinnar.

„Við erum afskaplega stolt af þessari nýju andlitsolíu sem er byggð á virku efnunum úr jarðsjó Bláa lónsins. Andlitsolían hefur verið eftirsóttasta varan hjá gestum okkar á Retreat spa. Við höfum orðið við ítrekuðum óskum viðskiptavina og nú er hún komin í almenna sölu,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Að sögn Gríms léttir olían húðina, eykur ljóma hennar og stuðlar að heilbrigðri ásýnd. 

Algae Bioactive Concentrate er uppbyggjandi andlitsolía sem verndar húðina gegn skaðlegum umhverfisáhrifum og stuðlar að heilbrigðari ásýnd hennar. Það sem gerir olíuna svo áhrifaríka eru hin einstöku virku efni jarðsjávarins í Bláa lóninu. Jarðsjórinn á sér engan líkan í heiminum en hann kemur af 2.000 metra dýpi úr iðrum jarðar þar sem sjór og ferskvatn síast saman í jarðlögin. Jarðhiti veldur efnahvörfum sem gerir sjóinn ríkan af steinefnum, kísli og þörungum. Vísindamenn í rannsóknar- og þróunarsetri Bláa lónsins hafa náð að einangra virku efni jarðsjávarins en þau eru grunnurinn í húðvörum fyrirtækisins.

Þörungarnir eru ríkir af lífvirkum og nærandi efnum, þar með talið vítamínum og andoxunarefnum, sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði húðar. Þörungarnir örva frumur húðarinnar til nýmyndunar á kollageni og vernda hana fyrir niðurbroti þess sem verður vegna skaðlegra geisla sólarinnar. Algae Bioactive Concentrate dregur þar með úr ótímabærri öldrun húðar svo ásýnd hennar verður þéttari, sléttari og heilbrigðari.

mbl.is