„Sáuð þið ekki að píkan lafir hálf út?“

Sérð þú eitthvað bogið við þessa mynd?
Sérð þú eitthvað bogið við þessa mynd? Skjáskot

Sundbolur sem fæst á vefverslun Fashion Nova hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Ástæðan er sú að skapabarmar fyrirsætunnar þykja heldur berskjaldaðir. 

Fashion Nova auglýsir vörur sínar á samfélagsmiðlum líkt og aðrar verslanir. Mynd af fyrirsætu í umræddum sundbol vakti ómælda athygli á Instagram nýlega og bentu fylgjendur þeirra á að skapabarmur fyrirsætunnar væri hálfur út fyrir sundbolinn. 

„Sáuð þið ekki að píkan lafir hálf út?“
„Sáuð þið ekki að píkan lafir hálf út?“ Skjáskot

Myndin hefur verið fjarlægð af Instagram Fashion Nova en lifir þó áfram góðu lífi á netmiðlum og samfélagsmiðlum. Sundbolurinn er hins vegar enn fáanlegur í vefversluninni og virðist ná betur utan um sköp fyrirsætunnar á vefsíðunni. 

mbl.is