Nýstárlegt andlitsnudd í stað skurðaðgerða

Carrie Lindsey stingur fingrunum upp í munn viðskiptavina sinna á …
Carrie Lindsey stingur fingrunum upp í munn viðskiptavina sinna á meðan hún nuddar þá. mbl.is/skjáskot Instagram

New York-búar halda ekki vatni yfir nýju andlitsnuddi sem Carrie Lindsey býður upp á í Brooklyn um þessar mundir. Andlitið er nuddað líkt og pizzadeig, inni í munninum og varir teygðar þangað til að viðskiptavinurinn lítur út eins og hann hafi leikið í teiknimynd. 

Í viðtali við The New York Times segist Lindsey aldrei hafa lent í því að vera bitin af viðskiptavini. Heldur fari þeir ánægðir úr nuddinu heim og líta vanalega út fyrir að vera mörgum árum yngri.

Fólk virðist of sjaldan koma við andlitið á sér og því getur gott kröftugt nudd gert kraftaverk.

Nuddtíminn tekur vanalega klukkustund og ef marka má greinina er þessi tími fljótur að líða þótt andlitið sé tosað og teigt á alla kanta.

Lindsey líkir nuddinu við andlitslyftingu án skurðaðgerða og segir að allir ættu að vera duglegir að nudda andlitið á sér, í það minnsta prófa að koma til hennar í nuddið.

Sjón er sögu ríkari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál