Kemst upp með allt með sólgleraugu

Lovísa Tómasdóttir er klæðskerameistari og förðunarfræðingur.
Lovísa Tómasdóttir er klæðskerameistari og förðunarfræðingur. mbl.is/Árni Sæberg

Lovísa Tómasdóttir klæðskerameistari og förðunarfræðingur er með skemmtilegan og öðruvísi fatastíl. Hún hannar og saumar mikið af fötum sínum sjálf og segist elska að hoppa á milli fatastíla. Íslendingar kannast margir við föt úr smiðju Lovísu þar sem hún hannaði og saumaði búninga Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni auk þess sem hún sér um fataskáp Siggu Kling. 

„Ég byrjaði mjög ung að sauma og hafði mikinn áhuga á fötum en tískuvitið var ekkert. Ég bjó úti í sveit og eina tenging mín við tísku voru tónlistarmyndbönd sem voru sýnd á Skjá einum. Ástandið var því ekki gott,“ segir Lovísa um hvernig áhuginn á tísku og hönnun kviknaði.  

Lovísa er ánægð með tískuna sem fylgdi Hatara í fyrra.
Lovísa er ánægð með tískuna sem fylgdi Hatara í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Hvernig er þinn fatastíll 

„Ég er ekki föst í neinum fatastíl. Ég elska að hoppa á milli stíla. Ég heyri samt fólk kalla flíkur „Lollulegar“ og eru þær þá yfirleitt skrýtnar, með miklum pallíettum eða fjöðrum. Eða bleikar, ég elska bleikan. Ást mín á bleika litnum byrjaði þegar ég var tveggja ára og var Barbapabbi á öskudaginn #barbapabbi4life.“

Lovísa fer stundum í fallega brjóstahaldara yfir boli.
Lovísa fer stundum í fallega brjóstahaldara yfir boli. mbl.is/Árni Sæberg

Lovísa segist sækja innblástur í fólkið í kringum sig, listafólk, götutísku og gamlar tískubækur. Tíska frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar er meðal annars í uppáhaldi hjá henni. 

„Ég elska 80's-tískuna. Hún er svo dásamlega fallega ljót. Allir litir settir saman og engar reglur! 70's-tískan er líka unaður. Blásíð hár, diskóbuxur og glamúrinn í hámarki.“  

Er einhver flík í uppáhaldi hjá þér 

„Ég og samstarfskona mín Íris Sif fórum til Grikklands á síðasta ári og keyptum gamla feldi og leðurjakka sem hún selur uppi í stúdíói. Þar keypti ég myntugrænan leðurjakka með hvítum loðkraga. Hann er ótrúlega hallærislegur og ég elska hann.“ 

Lovísa er stundum kölluð Lolla Leopard eða Lolla hlébarðamynstur. Buxurnar, …
Lovísa er stundum kölluð Lolla Leopard eða Lolla hlébarðamynstur. Buxurnar, klúturinn og eyrnalokkarnir eru með hlébarðamynstri. mbl.is/Árni Sæberg

Bestu kaup sem þú hefur gert 

„Ég keypti pung í Rokki og rómantík fyrir tveimur árum sem ég nota á hverjum degi. Hann er úr glansandi pleðri og mér finnst hann passa við öll „outfitin“ mín. Það kemst svo mikið í hann; veskið mitt, varalitur, kaffimál, spáspilin frá Siggu Kling sem ég að sjálfsögðu tek með mér út um allt og nóg af annarri vitleysu.“

Lovísa á gott safn af aukahlutum, skarti og sólgleraugum.

„Ég er mikið fyrir skartgripi. Þeir verða helst að vera stórir og áberandi. Það sem mig skortir í persónuleika bæti ég upp með stóru skarti.“ 

Lovísa er hrifin af stórum skartgripum.
Lovísa er hrifin af stórum skartgripum. mbl.is/Árni Sæberg

Af hverju öll þessi sólgleraugu 

„Sólgleraugu gleðja mig. Ég geng með sólgleraugu um miðja nótt, niðri í bæ í nóvember og þykist vera aðalskvísan. Þau poppa upp öll „outfit“ og eru „photoshoot friendly“. Þau eru líka afar hentug daginn eftir djamm þegar maður er með bauga niður á nafla.“

Gott safn af sólgleraugum.
Gott safn af sólgleraugum. mbl.is/Árni Sæberg

Er mikill munur á því hvernig þú klæðir þig dagsdaglega og þegar þú ferð eitthvað fínna?

„Já. Ég elska að klæða mig upp svo ég nýti þau tækifæri sem ég er að fara eitthvað fínt. Aðra daga er ég kannski ekki búin að fara í sturtu né greiða á mér hárið í þrjá daga og fólk forðar börnunum sínum frá mér þegar á geng niður Laugaveginn.“

Lovísa saumaði jogginggallann sjálf. Hún vekur alltaf athygli í gallanum …
Lovísa saumaði jogginggallann sjálf. Hún vekur alltaf athygli í gallanum og segir að bótin framan á gallanum er sú þriðja sem Lovísa prófar sig áfram með. mbl.is/Árni Sæberg

Lovísa klæðist ekki bara bleikum, hún á sér líka dekkri hlið og segist elska BDSM-tískuna sem Hatari kom af stað í fyrra.

„Vinkona mín og fyrrverandi yfirmaður, Anna Kristín Magnúsdóttir, opnaði Rokk og rómantík árið 2017 og ég var með henni í því ferli. Búðin er mjög gotharaleg, sexí og dökk, svo ég fór að klæðast meira í þeim stíl. Hatari kom svo auðvitað mikilli BDSM-tísku af stað hér á landi og ég dýrka það. Allir orðnir voða glansandi og sexí. Fleiri ólar, korselett og svipur takk!“

Lovísa notar sólgleraugu allan ársins hring.
Lovísa notar sólgleraugu allan ársins hring. mbl.is/Árni Sæberg

Þú raðar saman fötum á frumlegan hátt. Hugsarðu stundum: nei þetta passar ekki saman eða það er skrítið að fara í nærfatnað yfir rúllukragabol. Ertu með einhvern stoppara?

„Er ég með stoppara? , ég er með stoppara þegar kemur  fatnaði en ég vildi  samt helst  hann væri ekki til staðar. Ég dáist  fólki sem lætur sig ekkert varða hvað öðru fólki finnst um það. Það er mitt markmið  öðlast þetta öryggi.“  

Lovísa er alltaf á hælum.
Lovísa er alltaf á hælum. mbl.is/Árni Sæberg

Spurð hvort íslenskar konur mættu vera duglegri að taka áhættu í fatavali segir Lovísa að konur megi klæða sig eins og þær vilja. Að því sögðu bendir hún á að það fylgi því mikið vald að þora að klæða sig öðruvísi. „Það eru þau sem þora sem gefa mér innblástur og vekja forvitni mína.“

Hvað er á óskalistanum?

„Mig langar í rauðan loðfeld. Stóran og síðan loðfeld. Ef ég finn hann ekki mun ég mögulega sauma hann sjálf. Getur einhver bent mér á hvar ég get fengið einn slíkan?“

Hægt að er fylgjast með Lovísu á instagramsíðu hennar en þar birtir hún myndir af því sem hún er að gera.

View this post on Instagram

Match👏Match👏Match👏. . #colorz #studiolovisutomas #tailormade #milkinspired

A post shared by Lovisa Tomasdottir (@lovisatomasdottir) on Mar 28, 2020 at 12:07pm PDT

Lovísa elskar burlesque-stíl. Hér er hvítur fjaðrasloppur og perluvesti.
Lovísa elskar burlesque-stíl. Hér er hvítur fjaðrasloppur og perluvesti. mbl.is/Árni Sæberg
Lovísa elskar að vera í litríkum fötum.
Lovísa elskar að vera í litríkum fötum. mbl.is/Árni Sæberg
Hárdót á borð við klúta og der skipta líka máli.
Hárdót á borð við klúta og der skipta líka máli. mbl.is/Árni Sæberg
Daði og Gagnamagnið í fötum frá Lovísu.
Daði og Gagnamagnið í fötum frá Lovísu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lovísa hannar og saumar föt á spákonuna Siggu Kling.
Lovísa hannar og saumar föt á spákonuna Siggu Kling. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál