Nýi maskarinn er svakalegur

Nýverið kynnti Chanel til leiks nýjan maskara og nýjan augnlínufarða.
Nýverið kynnti Chanel til leiks nýjan maskara og nýjan augnlínufarða. Chanel

Mér var farið að líða eins og ég hafði ekki séð sólina í marga mánuði. Staðreyndin var þó sú að samkomubannið var rétt að byrja og í þokkabót var þjóðinni tilkynnt að sumarið fram undan yrði líklega kalt. 

Þegar dyrabjallan hringdi vissi ég varla hvaða hljóð þetta var, enda heyrðist það orðið mjög sjaldan. Við hurðina beið sending og þegar ég sá að nýi maskarinn frá Chanel var lentur var eins og himnarnir hefðu opnast og sólargeislarnir létu sjá sig á nýjan leik. Eflaust er snyrtivöruáhugi minn að einhverju leyti óeðlilegur en í stutta stund gleymdi ég þarna öllum mínum áhyggjum og fór beint í að prófa Chanel Le Volume Stretch De Chanel. 

Chanel Le Volume Stretch De Chanel er nýjasti maskarinn frá …
Chanel Le Volume Stretch De Chanel er nýjasti maskarinn frá Chanel.

Þessi maskari býr yfir burstahaus sem er þrívíddarprentaður og holur að innan. Á burstanum eru oddar úr gúmmíi sem snúast upp á við og grípa öll augnhárin. Þannig lengirðu augnhárin um leið og þú greiðir úr þeim og eykur umfang þeirra. Maskaraformúlan sjálf er kolsvört og býr yfir teygjanlegri filmu sem styður við lengingu augnháranna. 

Burstahausinn er þrívíddarprentaður og holur að innan. Á honum er …
Burstahausinn er þrívíddarprentaður og holur að innan. Á honum er snúningur sem lengir og greiðir augnhárin.

Þegar ég prófaði Le Volume Stretch-maskarann fyrst tók ég eftir því að burstinn var magnaður en sjálf elska ég burstahausa úr gúmmíi til að greiða og grípa augnhárin betur. Holrýmið í burstahausnum geymir talsvert af maskaraformúlunni svo það var engu líkara en ég væri að vinna með eins konar tryllitæki við augnhárin. Passa þarf að maskaraformúlan fari ekki í of miklu magni á augnhárin því þá geta þau klesst saman. Að mínu mati er lykillinn að þessum maskara sá að leyfa hönnun hans að vinna verkið, ekki hamast með hann á augnhárunum. Settu hann einfaldlega við rót augnháranna og dragðu hann upp eða snúðu. Á augabragði virtust augnhárin mín margföld og þurfti ég ekki aðra umferð af maskaranum. Hann entist vel á augnhárum mínum eða í um 8 klukkustundir án þess að leka til. 

Nýr langvarandi augnlínufarði

Partýið er þó ekki búið því samhliða maskaranum komu á markað nýir fljótandi augnlínufarðar. Chanel Le Liner De Chanel er sérlega auðveldur í notkun þar sem burstinn er bæði sveigjanlegur og nákvæmur. Formúlan er langvarandi, vatnsheld og kemur í 7 litum. Líkt og ég hef skrifað áður eru ekki margir sem kunna að skapa jafn einstaka liti og Chanel. 

Chanel Le Liner De Chanel er langvarandi og vatnsheldur augnlínufarði …
Chanel Le Liner De Chanel er langvarandi og vatnsheldur augnlínufarði sem kemur í fallegum litum.
Chanel Le Liner De Chanel.
Chanel Le Liner De Chanel.

Ég mæli því heilshugar með báðum þessum vörum en þegar maskarinn og augnlínufarðinn mætast á augunum hugsa ég að sjálf Sophia Loren yrði ánægð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál