Ertu í réttri stærð af brjóstahaldara?

Hinn fullkomni brjóstahaldari er vandfundinn.
Hinn fullkomni brjóstahaldari er vandfundinn. Ljósmynd/Unsplash

Brjóstahaldarar koma í öllum stærðum og gerðum og það er hægara sagt en gert að finna réttu stærðina og gerðina sem hentar fullkomlega. Sumar konur þurfa að leita lengi að hinum fullkomna brjóstahaldara fyrir sig. Eftir barnsburð eða þegar kona léttist mjög mikið þarf oft að hefja leitina að hinum fullkomna brjóstahaldara að nýju. 

Rannsóknir benda til að allt að 80 prósent kvenna klæðast brjóstahaldara sem eru ekki í réttri stærð. En hvernig veit maður hvort brjóstahaldarinn sé í réttri stærð? Hér eru nokkrar leiðir til að finna það út. 

1. Bandið aftan á er lengst upp á baki

Bandið aftan á brjóstahaldaranum á ekki að vera lengst uppi á bakinu. Ef bandið leitar þangað hefurðu tekið of stórt númer. Þetta er algengt vandamál hjá konum með stór brjóst sem kaupa brjóstahaldara í of stórri númerastærð. Frekar er mælt með að kaupa brjóstahaldara í einni stærð fyrir neðan og taka í tveimur skálastærðum fyrir ofan. Bandið á bakinu ætti að vera upp við líkamann og lárétt á bakinu. 

2. Brjóstin klessast upp úr skálunum

Það er nú frekar augljóst merki, og óþægilegt merki, en þegar brjóstin klessast upp úr skálunum ertu í of litlum brjóstahaldara. Þá ættirðu að kaupa brjóstahaldara í einni til tveimur skálastærðum fyrir ofan.

3. Skálarnar krumpast

Ef skálarnar á brjóstahaldaranum þínum krumpast niður eða ef það er bil á milli brjóstsins og skálarinnar ertu í of stórri skálastærð. Lögunin á skálinni gæti líka verið vandamálið svo áður en þú skiptir um stærð ættirðu að prófa aðra týpu af brjóstahaldara.

4. Hlýrinn dettur niður af öxlinni eða skerst í hana

Stundum falla hlýrarnir niður af öxlinni af því þeir eru ekki rétt stilltir. Ef það gengur ekki að þrengja hlýrann ertu í of stóru númeri. 

Ef hlýrarnir skerast hins vegar niður í öxlina er það merki um að axlirnar eru að taka of mikið af álaginu og bandið styður ekki við þig eins og það á að gera. Þá ættirðu að fara niður um eitt til tvö númer en halda skálastærðinni. 

5. Vírinn stingst inn í þig eða meiðir þig 

Vírarnir í brjóstahaldara geta valdið sársauka ef þeir sitja á brjóstinu sjálfu eða í handarkrikanum. Þeir eiga að liggja upp við brjóstkassann. Þú gætir þurft að taka stærra númer eða skipta um týpu af brjóstahaldara.

Stundum er líka bara fínt að sleppa brjóstahaldaranum.
Stundum er líka bara fínt að sleppa brjóstahaldaranum. Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál