Kostar yfir milljón að líta út eins og Lopez

Jennifer Lopez í kjólnum fræga á tískusýningu Versace.
Jennifer Lopez í kjólnum fræga á tískusýningu Versace. AFP

Jennifer Lopez gerði allt vitlaust þegar hún kom fram á vor- og sumartískusýningu Versace fyrir árið 2020 síðasta haust í grænum sumarkjól. Kjóllinn var endurgerð af frægum kjól sem leik- og söngkonan klæddist á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir 20 árum. 

Kjóllinn er nú til sölu á vef Net-a-Porter. Kjóllinn sem Lopez sýndi á tískusýningunni í haust er fullkominn við sundlaugarbakka og á ströndum í heitari löndum en á Íslandi.  

Það kostar sitt að líta út eins og stjarnan. Kjóllinn kostar hvorki meira né minna en 6.960 pund eða um 1,2 milljónir íslenskra króna.

Þessi kjóll er eins og sá sem Jennifer Lopez sýndi …
Þessi kjóll er eins og sá sem Jennifer Lopez sýndi á tískupallinum í haust. Ljósmynd/Net-a-Porter

Einnig er hægt að kaupa ódýrari útgáfu af kjólnum en sá er með ermum rétt eins og kjóllinn frá árinu 2000. Spurning hvort hann henti því ekki betur við íslenskar aðstæður í sumar? Sá ódýrari kostar ekki nema 4.850 pund eða 850 þúsund íslenskar krónur.  

Þessi kjóll líkist kjólnum sem Jennifer Lopez klæddist á Grammy-verðlaunahátíðinni …
Þessi kjóll líkist kjólnum sem Jennifer Lopez klæddist á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000. Ljósmynd/Net-a-Porter

Kjólarnir tveir eru báðir afar líkir kjólnum sem Lopez klæddist á rauða dreglinum fyrir 20 árum. Þeir eru úr silkiefni og grænir með frumskógarmynstri eins og sá upprunalegi. 

Jennifer Lopez í kjólnum eftirminnilega á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000 ásamt …
Jennifer Lopez í kjólnum eftirminnilega á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000 ásamt þáverandi kærasta sínum, Sean „Puffy“ Combs. mbl.is/REUTERS
mbl.is