Sjáðu Elizu Reid í „hönnunar“-kvennahlaupsbolnum

Eliza Reid forsetafrú skartar hér nýjum Kvennahlaupsbol.
Eliza Reid forsetafrú skartar hér nýjum Kvennahlaupsbol.

Nýr og endurhugsaður Kvennahlaupsbolur var afhjúpaður með viðhöfn í dag. Bolurinn er tákn nýrra tíma, hugsaður frá grunni og slær tóninn fyrir nýja hugsun. Hann er hannaður af Lindu Björgu Árnadóttur sem rekur hönnunarfyrirtækið Scintilla. 

Kvennahlaupið fer fram 13. júní en í ár á hlaupið 30 ára afmæli. 

„Til að mæta nýjum tímum þarf nýja hugsun. Hinn klassíski Kvennahlaupsbolur hefur verið einkennismerki hlaupsins um árabil og því fylgdi því talsverð eftirvænting í hvert skipti að sjá hvaða litur yrði á bolunum og þannig hlaupinu öllu það árið. Árið 2020 sjáum við nýjan bol hugsaðan frá grunni en það er Linda Árnadóttir, lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og eigandi Scintilla, sem hannar. Bolurinn er bæði fallegur og praktískur, hentar afar vel sem hlaupa- og æfingaflík en nýtist einnig við önnur tilefni. Bolurinn er 100% endurunninn, úr endurunninni lífrænni bómull og endurunnu plasti,“ segir í fréttatilkynningu. 

Andrea Jónsdóttir, Arney Sif Zomers, Donna Cruz, Eliza Reid, Elín Metta Jensen, Emma Dís Örvarsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Írena Dúa Örvarsdóttir, Margrét Erla Maack, Martha Ernstdóttir, Silja Úlfarsdóttir og Viktoría Ósk Bernhardsdóttir eru andlit herferðarinnar í ár. 

Margrét Erla Maack.
Margrét Erla Maack.
Donna Cruz.
Donna Cruz.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál