Baldur notaði tvö krullujárn í Alexöndru til að ná rétta útlitinu

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi heildsölunnar bpro setti nokkuð óvenjulegar krullur í Alexöndru Sif Nikulásdóttur þjálfara hjá FitSuccess. Hann notaði tvö krullujárn í hana. Annars vegar ROD 4 frá HH Simonsen og hins vegar ROD 12 frá HH Simonsen. 

Baldur segir að það skipti máli að næra hárið vel áður en það sé krullað og best sé að blása það upp úr hitavörn svo hárið láti ekki á sjá.  

mbl.is