Svona er sumartískan frá stóru tískuhúsunum

Rómantíkin ræður ríkjum. Mikil áhersla er lögð á fallegt hálsmál …
Rómantíkin ræður ríkjum. Mikil áhersla er lögð á fallegt hálsmál í sumar. Fylgihlutir á borð við slæður, hálsmen og fleira eru vinsælir. Skjáskot/Instagram Erdem

Sumarið er um það bil að ná hámarki um þessar mundir og því um að gera að varpa ljósi á þær áherslur sem tískuhúsin hafa lagt upp með í ár. Rómantíkin er allsráðandi. Mikið er um milda liti, blúndur, gegnsæ efni og blómamynstur. 

Rómantískir sumarkjólar

Léttir sumarkjólar eru málið í sumar. Tískumerkið Chloé lagði línurnar með því að hanna létta, síða sumarkjóla í rómantískum mynstrum. Þá eru pífur og púffermar einnig áberandi sem og létt gegnsæ efni eins og organza og siffon. 

Hlutlausir og mildir litir

Víða má sjá afturhvarf til hlutlausari lita. Fölbleikur, grár eða ljósblár er vinsæll í sumar eins og sést í sumartísku Dior, Salvatore Ferragamo og Fendi. Þá er Victoria Beckham að vinna með ýmis afbrigði af ljósbrúnum og gulum tónum. 



View this post on Instagram

Soft yellow and the Runway sunglasses x #VBSS20 #VBEyewear

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Jun 23, 2020 at 2:24am PDT

Hálsmálið skiptir máli

Hvers konar skraut í kringum hálsinn er heitt í sumar. Hvort sem það eru slaufur, blóm, stór hálsmen eða slæður. 

View this post on Instagram

Ruffles, silk flowers and unexpected pairings. Key codes from #VBSS20 x

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on May 27, 2020 at 3:04am PDT

View this post on Instagram

Backstage at the Spring/Summer ‘20 show. Discover the collection. #ErdemSS20 📷 @ambravernuccio for @tmagazine

A post shared by ERDEM (@erdem) on Jun 22, 2020 at 3:58am PDT


 

View this post on Instagram

ERDEM Spring/Summer ‘20 behind the scenes. #ErdemSS20 📷 @jamstoker for @britishvogue

A post shared by ERDEM (@erdem) on May 29, 2020 at 3:00am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál