Buxur Hailey Bieber vekja athygli

Bieber-hjónin eru mjög tískumeðvituð.
Bieber-hjónin eru mjög tískumeðvituð. AFP

Justin Bieber birti um daginn mynd af sér að faðma eiginkonu sína Hailey Bieber. Það er ekki í frásögur færandi enda er söngvarinn duglegur að tjá ást sína á eiginkonunni. Það sem vakti athygli voru buxur Hailey Bieber sem virtust vera á röngunni, með miðanum aftan á og vösunum utanáliggjandi.

Virkir í athugasemdum voru fljótir að benda á buxurnar hennar:

„Ætlum við bara að hundsa þá staðreynd að hún er í buxum á röngunni?“

„Jogging-buxur á röngunni? Á þetta að líta vel út? Klassískt.“

„Af hverju eru buxurnar hennar á röngunni? Hún gæti klæðst pappírspoka og samt litið vel út en ég er forvitin.“

Þegar betur er að gáð er líklegra að um nýtt tískutrend sé að ræða en um mistök af hálfu Bieber sem þykir mjög meðvituð um strauma og stefnur í tískuheiminum. Merki á borð við A Cold Wall hafa verið að selja buxur hannaðar á röngunni og voru þær einnig áberandi á tískupöllum fyrir nokkrum árum.

View this post on Instagram

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Jul 24, 2020 at 11:11am PDT

Buxur á röngunni verða líklega algengari eftir að Hailey Bieber …
Buxur á röngunni verða líklega algengari eftir að Hailey Bieber sást í slíkum. Skjáskot
mbl.is