Díana vildi ekki klæðast Chanel eftir skilnaðinn

Díana prinsessa var mikil tískufyrirmynd.
Díana prinsessa var mikil tískufyrirmynd. AFP

Díana prinsessa var á sínum tíma mikil tískufyrirmynd og gat klæðst hvaða hátískumerki sem er. Díana hætti þó að nota vörur frá Chanel eftir að hún og Karl Bretaprins skildu. Ástæðan var ekki sú að henni þótti hönnun frá Chanel ljót. 

Ástralski hönnuðurinn Jayson Brundson útskýrði ástæðu Díönu í viðtali við Harper's Bazaar en hann vann með Díönu árið 1996 í Ástralíu. Vinur Brundson var hárgeiðslumaður Díönu í ferðinni og bauð Brundson að vera aðstoðarmaður sinn einn daginn. 

„Hún kom með fangið fullt af skóm og töskum og kastaði öllu á sófann. Hún sagði svo: „Hvað finnst þér?“,“ sagði Brundson sem segist hafa stungið upp á Chanel-skóm. Díana hélt ekki og sagði ekki getað verið í skóm með merki Chanel en á því er tvöfalt C. Þegar Brundson spurði af hverju ekki sagði hún Camillu og Charles vera ástæðuna. 

Chanel-merkið stendur fyrir Coco Chanel en minnti Díönu á nöfn …
Chanel-merkið stendur fyrir Coco Chanel en minnti Díönu á nöfn Camillu og Karls eða Charles. Ljósmynd/Chanel

Skilnaður Díönu og Karls eða Charles eins og hann heitir réttu nafni gekk í gegn árið 1996. Hann gekk seinna að eiga Camillu Parker Bowles en þau Karl og Camilla áttu í ástarsambandi á meðan Díana og Karl voru gift. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál