Lengri og þykkari augnhár á fjórum vikum

Augnhárameðferðin skilar árangri ef efnið er borið á augnhárin kvölds …
Augnhárameðferðin skilar árangri ef efnið er borið á augnhárin kvölds og morgna.

Síðustu ár hefur hafa þykk og löng augnhár átt upp á pallborðið í tískuheiminum. Konur hafa gert ýmislegt til þess að lengja sín eigin augnhár en gerviaugnhár og augnháralengingar hafa líka notið mikilla vinsælda. 

Nú hefur franska snyrtivörumerkið Lancôme þróað og framleitt splunkunýja augnhárameðferð sem inniheldur engin skaðleg efni. Meðferðin inniheldur enga hormóna og hjálpar þeim sem vilja fá þykkari og lengri augnhár. Á hverju ári missir hver manneskja í kringum 2000 augnhár líkt og gerist með hárið. Rétt eins og með hárið geta augnhárin orðið fyrir skemmdum. 

Í nýju augnhárameðferðinni frá Lancôme eru fjórar öflugar amínósýrur sem styrkja augnhárin eins og arginine, cysteine, proline og serine.

Serumið er borið meðfram augnháralínunni, bæði efri og neðri, kvölds og morgna. Árangur miðast við notkun tvisvar á dag og ætti að verða sjáanlegur eftir um það bil 4 vikur. Mælt er með því að nota augnhárameðferðina tvisvar til þrisvar í viku til að viðhalda árangrinum.

Cils Booster Lash Revitalizing Serum frá Lancôme er borið á …
Cils Booster Lash Revitalizing Serum frá Lancôme er borið á kvöld og morgna. Á morgnana er það borið á, látið þorna í um það bil mínútu áður en maskari er settur á. Á kvöldin er serum sett meðfram augnlínunni eftir að handlitið hefur verið þvegið vel.
mbl.is