Svona verður þú kóngur í eigin lífi

Ilmurinn K minnir fjölskyldufaðirinn á hversu ómissandi hann er fyrir …
Ilmurinn K minnir fjölskyldufaðirinn á hversu ómissandi hann er fyrir alla. mbl.is/skjáskot Instagram

Herrailmurinn K frá Dolce & Gabbana er ilmur sem allir ættu að prófa. Hann minnir á ítalskar sítrónur í bland við viðarilm og patchouly. 

Andlit ilmsins, fyrirsætan Mariano Di Viao, segir að í fyrstu hafi hann ekki tengt við að nota ilm sem minnir á hefðarfólk eða kónga.

Ilmurinn K minnir á kónga og annað hefðarfólk.
Ilmurinn K minnir á kónga og annað hefðarfólk.

„Það er samt gott að minna sig á að vera kóngur í eigin lífi. Að þora að berskjalda sig og að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Vera kóngurinn í lífi konunnar og barnanna. Kóngur þarf ekki að vera á stalli, nema síður sé. Það sem skiptir máli er að hann hafi áhrif. Hann skiptir máli!“

Ilmurinn kemur í glasi skreyttu silfurlituðum tappa er minnir á fylgihluti konungs. 

mbl.is