Mætti í 24 ára gömlum kjól

Kjóllinn sem Zendaya klæddist á dögunum er frá árinu 1996.
Kjóllinn sem Zendaya klæddist á dögunum er frá árinu 1996. Samsett mynd

Kjólar þurfa ekki að vera glænýir til að vera flottir. Leikkonan Zendaya ákvað að mæta í gömlum kjól frá Versace þegar hún fékk verðlaun á Green Carpet Fashion-verðlaunahátíðinni. Verðlaunaafhendingin fór fram á netinu en það kom ekki í veg fyrir að leikkonan klæddi sig upp. 

Zendaya var í kjól úr haustlínu Versace frá 1996 en leikkonan unga er einmitt fædd sama ár. Brúni kjóllinn er úr silki og eru perlur í sama lit á búkstykkinu sem gera hann einstakan. 

Stílisti The Greatest Showman-leikkonunnar, Law Roach, greindi frá því hvaða kjól leikkonan klæddist og sagði hana fallegustu stúlku í heiminum. 

Hér fyrir neðan má sjá leikkonuna í kjólnum sem og fyrirsætuna sem sýndi kjólinn á tískusýningu Versace á tíunda áratug síðustu aldar. mbl.is