Forsetafrúin í öllu svörtu með grímu í stíl

Melania Trump mætti á kappræðurnar í gær og var með …
Melania Trump mætti á kappræðurnar í gær og var með grímu í stíl við kjólinn. AFP

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, klæddist svörtu frá toppi til táar í kappræðum eiginmanns síns, Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, í vikunni. Hún var í svörtum ermalausum kjól, svörtum hælaskóm og með svarta grímu í stíl. 

Trump-hjónin smituðust bæði af kórónuveirunni fyrir nokkrum vikum en hafa bæði náð sér af veikinni. Á meðan eiginmaður hennar lagðist inn og fékk lyf tók Melania náttúrulegri nálgun í baráttunni við veiruna og einblíndi á vítamín og lækningajurtir.

Kjóllinn sem frú Trump klæddist er frá Christian Dior. Hann er með stórum kraga og opnu v-hálsmáli. Hún var með þunnt svart belti um mittið. Við kjólinn var hún í háhæluðum skóm frá öðrum Christian, Christian Louboutin, sem hún er reglulega í.

Þegar hún var utandyra var hún venju samkvæmt með svört sólgleraugu. Þegar inn í salinn þar sem kappræðurnar fóru fram var komið skipti hún sólgleraugunum út fyrir svarta andlitsgrímu sem passaði vel við kjólinn.

Frú Trump var með þunnt svart belti um mittið sem …
Frú Trump var með þunnt svart belti um mittið sem gerði mikið fyrir kjólinn. AFP
Melania Trump.
Melania Trump. AFP
Svört gríma forsetafrúnnar.
Svört gríma forsetafrúnnar. AFP
mbl.is