Óþekkjanlegur með aflitað hár

Leik­ar­inn Joe Mang­aniello er nú ljóshærður en hann er þekktur …
Leik­ar­inn Joe Mang­aniello er nú ljóshærður en hann er þekktur fyrir dökkt hár. Samsett mynd

Þykkt og mikið dökkt hár er einkennismerki leikarans Joes Mang­aniellos. Hann var því óþekkjanlegur þegar hann skartaði ljósu hári á mynd sem eiginkona hans, Modern Family-stjarnan Sofia Vergara, birti af honum á Instagram. 

Mang­aniello er búinn að aflita á sér hárið og láta raka hliðarnar. Hann leit því alls ekki út eins og hann er vanur. Hann var óþekkjanlegur og ekki bætti gríman úr skák. 

Það getur verið bráðskemmtilegt að breyta aðeins til og klippa hárið eða lita það til þess að hressa mann við. Það var þó líklega ekki farsóttarþreyta sem fékk hinn fagurhærða Manganiello til þess að breyta um hárstíl. Talið er að hann hafi gert það vegna kvikmyndatöku. 

mbl.is