Gerði ekki ráð fyrir að verða sextug

Nigella Lawson er sextug en virðist varla hafa elst síðan …
Nigella Lawson er sextug en virðist varla hafa elst síðan þessi mynd var tekin árið 2013. AFP

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson varð sextug í byrjun árs. Þó svo að eldhúsgyðjan beri aldurinn vel sá hún ekki endilega fyrir sér að verða eins gömul og raun ber vitni. 

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera á lífi á þessum aldri. Móðir mín dó 48 ára og systir mín 32. Og svo dó John [Diamond, fyrrverandi eiginmaður Lawson] 47 ára. Svo að jafnvel þótt ég sé manneskja sem skipulegg fram í tímann sá ég þetta ekki fyrir mér,“ sagði Lawson í jólaviðtali Good Housekeeping. 

Hún segist ekki kvarta yfir aldrinum enda veit hún vel hversu lífið er brothætt. Lawson, sem er reyndar sögð hafa farið í þó nokkrar fegrunaraðgerðir í gegnum árin, kippir sér ekki of mikið upp yfir útlitinu. Hvort sem það snýr að því að lita hárið eða útliti handa hennar segir hún það ekki skipta máli. Heilsan sé það eina sem skipti máli. 

mbl.is