Katrín í skyrtu að hætti Ölmu Möller

Katrín er sökuð um að klæða sig vitlaust í skyrtuna. …
Katrín er sökuð um að klæða sig vitlaust í skyrtuna. Hér er hún í skyrtunni árið 2019. AFP

Katrín hertogaynja svaraði spurningum í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Kensington-hallar um helgina. Katrín var í fjólublárri silkiskyrtu frá Gucci. Hún hefur áður klæðst skyrtunni og eins í fyrra skiptið virðist hún hafa farið vitlaust í hana. 

Skyrtan minnir á fatastíl Ölmu Möller landlæknis en Alma sést einmitt oft í fallegum skyrtum með slaufu. Katrín hefur þó áður sést í skyrtunni en það var löngu fyrir kórónuveiruna eða í mars árið 2019. 

Í fyrra fór Katrín vitlaust í skyrtuna og hneppti henni að framan, ólíkt því sem Gucci sýnir. Katrín lítur vel út í skyrtunni þrátt fyrir að tölurnar séu að framan en ekki á bakinu. Kannski fulldjarft að hneppa að aftan fyrir hertogaynjuna.

Eins og sést í greiningu Smartlands á fatastíl Ölmu er landlæknirinn sérstaklega hrifinn af slaufum. Slaufurnar í fataskáp Ölmu eru misstórar en þó sjást afgerandi stórar slaufur í safni hennar líkt og á skyrtunni sem Katrín klæddist nýlega. 

Hér má sjá Ölmu Möller í svipaðri skyrtu og Katrín …
Hér má sjá Ölmu Möller í svipaðri skyrtu og Katrín klæddist. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is