Sækir í hátíðleg föt í desember

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er stofnandi Sif Benedicta.
Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er stofnandi Sif Benedicta. Ljósmynd/Sif Benedicta

Hönnuðurinn Halldóra Sif Guðlaugsdóttir sækir meira í hátíðleg föt í desember og klæðir sig oftar en ekki upp í pallíettur og pelsa í mánuðinum. Halldóra er stofnandi tískuvörumerkisins Sif Benedicta en hún býður gestum og gangandi að kíkja á vinnustofuna sína nú í byrjun desember. 

Á vinnustofunni býðst viðskiptavinum að kaupa sýningareintök, prufur, prótótýpur og framleiðsluvörur á lægra verði. Vinnustofan hennar er á Hverfisgötu 115 og verður opið frá klukkan 10 til 17 1. til 3. desember. Einnig er hægt að gera góð kaup í netversluninni.

Ljósmynd/Sif Benedicta

Halldóra Sif leggur áherslu á „slow fashion“ við hönnun Sif Benedicta. Allar vörurnar hennar eru framleiddar á Ítalíu og í Líbanon af litlum fjölskyldufyrirtækjum sem hún vinnur náið með. 

Fyrsta línan hennar er innblásin af pop art 7. áratugarins og litir og form koma mikið frá Art Deco og Art Nouveau tímabilum. Síðari línan hennar er innblásin af Art deco skartgripum og veggfóðri. 

Ljósmynd/Sif Benedicta

Hvað finnst þér einkenna jólatískuna í ár?

„Það er eitthvað við desember mánuð sem fær mig til að klæðast meira hátíðlegra eins og klæðast pallíettum, pelsum og setja smá liði í hárið og skella á sig rauðum varalit. Það sem mér finnst einkenna jólatískuna í ár þá helst leður þ.e.a.s. þá helst buxur, pils og kápur. Jafnvel leður dragt. Stórir blazerar, skyrtur með stórum krögum, gróf Chelsea boots. Grófar gullkeðjur Reyndar held ég að fallegur kósígalli verði ansi vinsælt þar sem þessi jól verða aðeins öðruvísi hjá flestum út af „dottlu“.“

Ljósmynd/Sif Benedicta

Ert þú búin að ákveða í hverju þú verður yfir hátíðirnar?

„Já allavega eitt dress komið, á aðfangadag ætla ég að vera í vintage hnésíðu leðurpilsi, Sif Benedicta hvítri skyrtu úr línunni frá mér, glimmer sokkum og svörtum Prada skóm.“

Hvernig gengur þér með jólagjafainnkaupin?

„Það gengur bara mjög vel. Ég á þrjár gjafir eftir.“

Hvað vonar þú að verði í jólapakkanum þínum í ár?

„Reflection kertastjaki, bleik kampavínsglös frá Frederikke Bagger og silki náttföt.“

Ljósmynd/Sif Benedicta
Ljósmynd/Sif Benedicta
mbl.is