Prinsarnir og prinsessan mættu í jólafötum

Lúðvík prins, Katrín hertogaynja, Karlotta prinsessa, Vilhjálmur Bretaprins og Georg …
Lúðvík prins, Katrín hertogaynja, Karlotta prinsessa, Vilhjálmur Bretaprins og Georg prins í sparifötunum. AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, skelltu sér í leikhús ásamt börnum sínum þremur um síðustu helgi. Fjölskyldan var í látlausum sparifötum og má vel ímynda sér að afslappaður en fínn fatastíllinn sé svipaður hjá fjölskyldunni um hátíðarnar. 

Þetta var í fyrsta skipti sem öll fjölskyldan mætir á rauða dregilinn saman. Katrín var í hátíðlegum kjól frá Alessöndru Rich sem kostar 1.358 pund eða rúmlega 230 þúsund krónur að því er fram kemur á vef Daily Mail. Eiginmaður hennar var jólalegur í rauðri peysu undir bláum jakka. Undir peysunni var hann í hvítri skyrtu. 

Katrín var í fallegum kjól frá Alessöndru Rich.
Katrín var í fallegum kjól frá Alessöndru Rich. AFP

Þrátt fyrir smekklegheit foreldranna voru það börnin sem voru í flottustu fötunum. Hinn sjö ára gamli Georg prins var í röndóttri peysu frá Ralph Lauren sem kostar 105 pund eða um 18 þúsund íslenskar krónur. Undir peysunni var hann í skyrtu eins og pabbi hans. 

Georg var í peysu frá Ralph Lauren.
Georg var í peysu frá Ralph Lauren. AFP

Karlotta prinsessa var í dökkum kjól með köflóttu mynstri. Kjóllinn, sem kostar 75 pund eða um 13 þúsund krónur, er frá ítalska barnafatamerkinu il porticciolo. 

Lúðvík prins er yngstur og fær því föt frá systkinum sínum. Á rauða dreglinum var hann í bláum ullarjakka sem bróðir hans Georg var í á jólunum árið 2017. Þegar inn í leikhúsið var komið fór hann úr jakkanum og horfði á sýninguna í rauðri peysu eins og pabbi hans.

Lúðvík var í rauðri peysu og Karlotta í köflóttum kjól.
Lúðvík var í rauðri peysu og Karlotta í köflóttum kjól. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál