Prinsessa rakar af sér hárið

Hjónin Albert og Charlene
Hjónin Albert og Charlene AFP

Charlene prinsessa af Mónakó er ekki hrædd við að prófa nýjar hárgreiðslur. Oftast hefur hár hennar verið stutt og stílhreint en nú er hún búin að raka það öðrum megin, sem er mjög í anda pönktímabilsins. Klipping sem þessi hefur verið vinsæl hjá mörgum síðustu árin en hefur þó dalað í vinsældum. Margir eru hissa á nýjungagirninni hjá henni en hún er eflaust fyrsta prinsessan til þess að skarta hárgreiðslu sem þessari. 

Charlene prinsessa af Mónakó skartar nýrri hárgreiðslu.
Charlene prinsessa af Mónakó skartar nýrri hárgreiðslu. AFP
Charlene prinsessa er óhrædd við að fara nýjar leiðir í …
Charlene prinsessa er óhrædd við að fara nýjar leiðir í hárgreiðslum. AFP
Útlitið er nokkuð rokkað og nýstárlegt.
Útlitið er nokkuð rokkað og nýstárlegt. AFP
mbl.is