Kjóllinn allt öðruvísi en í netversluninni

TikTok-notandinn Anna Dinh deildi mynd af kjól sem hún pantaði …
TikTok-notandinn Anna Dinh deildi mynd af kjól sem hún pantaði á netinu á TikTok. Samsett mynd

Myndband með hinni bandarísku Önnu Dinh hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar deildi Dinh mynd af kjól sem hún pantaði á netinu og kjólnum sem hún fékk síðan afhentan. Kjóllinn sem Dinh mátaði var ekkert eins og fyrirmyndin. 

Dinh var í hláturskasti þegar hún reyndi að útskýra að það væri ekki hægt að treysta á netverslanir við kjólakaup. Kjóllinn, sem lítur út eins og kjóll sem hæfir rauða dreglinum, kostaði 200 bandaríkjadali eða um 25 þúsund krónur. Kjóllinn sem Dinh segist hafa fengið er hins vegar allt öðruvísi í sniðinu og einnig öðruvísi á litinn. 

@annadinh

can’t ever trust ordering dresses online smh 🤦🏽‍♀️#greenscreen #NBAIsBack #needtoknow #PerfectGifts

♬ original sound - Madeline
mbl.is