Stjúpdóttir Harris gengur tískupallana í New York

Ella Emhoff gerir það gott í fyrirsætubransanum.
Ella Emhoff gerir það gott í fyrirsætubransanum. AFP

Ella Emhoff, stjúpdóttir varaforseta Bandaríkjanna, Kamölu Harris, þreytti frumraun sína á tískupöllunum á tískuvikunni í New York í gær. Emhoff sýndi fyrir merkið Proenza Schouler. 

Hin 21 árs gamla Emhoff vakti mikla athygli við innsetningarathöfn stjúpmóður sinnar í janúar síðastliðnum þegar hún klæddist kápu frá Miu Miu. Stuttu seinna var greint frá því að hún hefði landað samningi við fyrirsætuskrifstofuna IMG Models. 

Tískuvikan í New York fer nú fram með óhefðbundnu sniði, en Emhoff gekk tískupallinn ekki fyrir fullum sal af fólki eins og venjan er á tískuvikunni, heldur sýndi hún klæðin í myndbandi frá Proenza Schouler. 

Hún klæddist einstaklega töff síðri leðurkápu með þykku belti í mittinu og fallegri grárri kápu með loðkraga. 

Ásamt Emhoff á sýningunni var Meadow Walker, dóttir leikarans Pauls Walkers, sem féll frá árið 2013.

Grá kápa við gráar víðar buxur í stíl.
Grá kápa við gráar víðar buxur í stíl. AFP
Leðurkápan sem Emhoff klæddist er einstaklega töff.
Leðurkápan sem Emhoff klæddist er einstaklega töff. AFP
Emhoff klæddist einnig svartri dragt frá Proenza Schouler.
Emhoff klæddist einnig svartri dragt frá Proenza Schouler. AFP
mbl.is