Lætur lyfta brjóstunum fyrir sjálfa sig

Jana Kramer ætlar að láta lyfta brjóstum sínum.
Jana Kramer ætlar að láta lyfta brjóstum sínum. Skjáskot/Instagram

One Tree Hill-stjarnan Jana Kramer ætlar að láta laga brjóst sín og lyfta þeim. Hún segir að hún hafi velt þeim möguleika fyrir sér í árafjölda og langað til að laga þau til að bæta sjálfstraustið. Eftir að eiginmaður hennar, Mike Caussin, hélt fram hjá henni leituðu hugsanirnar árið 2016 enn frekar á hana. 

Kramer opnaði sig um brjóstalyftinguna á Instagram á dögunum þar sem hún sagði frá því hvernig hún hefði komist að niðurstöðu um aðgerðina. 

„Ég er búin að forðast það gríðarlega að deila þessu því satt best að segja hef ég verið hrædd við viðbrögðin. Ég held að miðað við hversu miklu ég deili með ykkur þá held ég að þið haldið að mér finnist ekkert óþægilegt að deila öllu með ykkur, en þetta er mjög persónulegt fyrir mér,“ skrifaði Kramer. 

Hún sagði að eftir að eiginmaður hennar hélt fram hjá henni hafi hún íhugað að fara í fjölda lýtaaðgerða. „Ég hélt að þá myndi ég verða meira elskuð, kynþokkafyllri eða að hann myndi frekar vilja mig. En hluti af mér vissi að það var bara truflun. Það truflaði mig samt enn. Eftir að ég eignaðist börn fann ég fyrir óöryggi með líkama minn. Hann varð ekki aftur venjulegur og ég skammast mín mikið þegar ég er ekki í fötum. Mig langar ekki til að líða þannig,“ skrifaði Kramer. 

Því ákvað hún að gera þetta fyrir sjálfa sig. „Fyrst var það því ég hélt að einhver annar vildi það. Núna er það ÉG sjálf. Einfaldlega ÉG,“ skrifaði Kramer. 

Kramer ræddi líka um að þegar hún hafi verið yngri hafi hún ekki verið með mjög stór brjóst og að strákur í skólanum hennar hafi líkt henni við möppu, svo flöt væri hún. 

„Í grunni er ég að velja sjálfa mig. Ég er að velja mína stærð, ég er að gera það sem er rétt fyrir mig. Ég veit að líkami konu er fallegur sama hvernig hann lítur út, en ég vil þetta,“ sagði Kramer.

View this post on Instagram

A post shared by Jana Kramer (@kramergirl)

Jana Kramer fann fyrir miklu óöryggi með líkama sinn eftir …
Jana Kramer fann fyrir miklu óöryggi með líkama sinn eftir að eiginmaður hennar hélt fram hjá henni. Skjáskot/Instagram
mbl.is