Lubbi undir höndum í aðalhlutverki hjá Adidas

Ný herferð frá Aididas.
Ný herferð frá Aididas. Skjáskot/Instagram

Það er af sem áður var að brúskur undir höndum kvenna veki hneykslan. Í rauninni er því þveröfugt farið en íþróttavörumerkið Adidas fór nýlega af stað með auglýsingaherferð þar sem hár í handarkrikum fyrirsæta er í aðalhlutverki. 

Á myndum sem Adidas birti í nýrri auglýsingaherferð fyrir línu sem fatahönnuðurinn Stella McCartney hannaði fyrir fyrir fyrirtækið er hár í handarkrikum áberandi. Margir eru ánægðir með myndirnar en á sama tíma eru alltaf einhverjir sem finnst hárvöxturinn of áberandi. Hárvöxtur er þrátt fyrir allt eðlilegur og æ fleiri konur taka skýra afstöðu með því að koma fram opinberlega með hár á fótleggjum og í handarkrikum. 

View this post on Instagram

A post shared by adidas Women (@adidaswomen)

Auglýsingaherferð Adidas frá árinu 2017 vakti einnig mikla athygli. Þá sat fyrir hin sænska Arvida Byström berleggja í kjól með loðna leggi. Byström fékk því miður ekki jákvæða athygli fyrir myndina. Líkami hennar var gagnrýndur á netinu og fékk hún meðal annars nauðgunarhótanir í persónulegum skilaboðum á Instagram.

Arvida Byström skartar fögrum leggjum sínum í auglýsingaherferð Adidas.
Arvida Byström skartar fögrum leggjum sínum í auglýsingaherferð Adidas. Skjáskot/YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál