Læknir stækkaði brjóst Stone án leyfis

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP

Hollywoodstjarnan Sharon Stone segir lækni hafa stækkað brjóst sín án síns samþykkis. Stone fór í brjóstauppbyggingu eftir að stórt góðkynja æxli var fjarlægt úr brjósti hennar. Læknirinn tók sér þó of mikið listrænt frelsi við uppbyggingu brjóstanna. 

„Þegar sáraumbúðirnar voru fjarlægðar komst ég að því að brjóst mín voru einni skálarstærð stærri,“ sagði Stone í viðtali við The Times að því er fram kemur á vef People. Stone vissi ekki af áformum læknisins né gaf leyfi fyrir stærri brjóstum.

Lækninum fannst stærri brjóst passa betur við mjaðmir hennar. Læknirinn sagði auk þess að hann hefði haldið að hún liti betur út með stærri og „betri“ brjóst. 

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP
mbl.is