Hvernig á að „púlla“ hvítu buxurnar?

Hvítar buxur með beinu sniði eru vinsælar í dag.
Hvítar buxur með beinu sniði eru vinsælar í dag. Skjáskot/Instagram

Sumarið er á næsta leiti og þá er viðeigandi að klæðast ljósari litum. Hvítu buxurnar eru löngu orðnar klassík en það þarf að stíga varlega til jarðar og vanda valið þegar fjárfest er í hvítum buxum. Það er margt sem gæti farið úrskeiðis. Stílisti Sunday Times gaf lesendum nokkur góð ráð.

Sniðið

„Þú þarf ekki að vera grannur og leggjalangur til að skarta hvítum buxum. Nú eru í tísku buxur með beinu sniði en ekki níðþröngar. Hægt er að hafa þær síðar eða í styttri kantinum þar sem þær ná þá rétt fyrir ofan ökklann. Ég er líka hrifinn af buxum sem eru millivegurinn af chinos og gallabuxum, með brettar skálmar. Mjög Jackie O.“

Hversu hvítar?

„Hvítar buxur virka mjög ferskar og gefa öllu útlitinu bjartari ásýnd. Þær mega þó ekki vera of hvítar, ekki lýsa í myrkri!“

Úr hvaða efni?

„Alls ekki velja efni sem er of þunnt. Þá sést í gegnum þær! Gallabuxnaefni með teygju í er mjög vinsælt.“

Hvað skal para buxurnar við?

„Vinsælast hefur verið að para buxurnar við einlita boli, til dæmis hvíta eða svarta. Sumir hafa líka fallið fyrir þessum klassísku röndóttu bolum sem minna á Frakkland. Ef þú vilt eitthvað ljósara þá getur ljósbrúnn verið fallegur eða aðrir hlutlausir litir við kakíjakka. Vinsælast er samt hvítur og blár,“ segir stílistinn.

Stundum er flott að para hvítar buxur við röndótta peysu.
Stundum er flott að para hvítar buxur við röndótta peysu. Skjáskot/Instagram
Flott er að bretta upp á skálmarnar og para buxurnar …
Flott er að bretta upp á skálmarnar og para buxurnar við jakka í hlutlausum lit. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál