Einstök brúðarförðun að hætti Helen

Helen Dögg Snorradóttir, verslunarstjóri MAC í Smáralind, farðaði Elísabetu Guðmundsdóttur.
Helen Dögg Snorradóttir, verslunarstjóri MAC í Smáralind, farðaði Elísabetu Guðmundsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Helen Dögg Snorradóttir, verslunarstjóri MAC í Smáralind, farðaði Elísabetu Guðmundsdóttur eins og hún myndi farða hana ef sú síðarnefnda væri að fara að ganga í heilagt hjónaband. 

„Ég byrjaði á að grunna húðina á Elísabetu með Prep+Prime Moisture infusion sem er létt serum sem gefur henni góðan raka og nærir húðina. Ég setti Fast Response-augnkrem undir augun til að draga úr þrota. Því næst setti ég Strobe-krem í litnum Silverlite með áherslu á highlight-svæðin til að draga fram ljóma í húðinni, beint á eftir því setti ég Prep+Prime Natural Radiance primerinn á T-svæðið til að minnka olíumyndun á húðinni,“ segir Helen.

Á þessu stigi var húðin orðin fersk og ljómandi og til að jafna húðina setti Helen Studio Fix Tech, sem er léttur farði sem gefur miðlungs þekju og náttúrulega matta áferð og helst vel á yfir daginn.

„Prolongwear-hyljari var notaður undir augun til að birta til og á þau svæði sem þurfti að hylja betur. Studio Fix Sculpt and Shape Contour-pallettan er fullkomin til að skyggja andlitið og birta til bara létt undir augunum. Kinnaliturinn Desert Rose gefur svo fallegan roða á kinnbeinin og Cream Colour Base sem er kremaður highlighter fullkomnar svo ljómann á húðinni.“

Hún byrjaði á því að grunna augnlokin með kremaugnskugganum Prolongwear Paint Pot í litnum Groundwork.

„Hann er fullkominn einn og sér eða undir aðra augnskugga. Ofan á setti ég All that glitters-augnskuggann yfir augnlokið, en skyggði svo með litunum Royal Rendezvous og Corduroy. Ég notaði blýantinn Teddy til að grunna eyeliner og mýkti hann svo út, og bætti svo Brushstroke eyeliner til að skerpa á línunni.“

Helen lagði áherslu á að augabrúnirnar væru náttúrulegar. Hún notaði Brow Styler-blýantinn í litnum Stylized og svo setti hún glært augabrúnagel til að halda þeim á sínum stað út daginn.

„Á varirnar setti ég varaprimer og svo voru þær mótaðar með litnum Whirl og Love me-varaliturinn í litnum Laissez-faire fyrir fallegan náttúrulegan lit. Til að toppa varirnar bætti ég Powerglass Plumping glass í litnum The Poutsiders, en glossið plumpar varirnar létt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál