Uppáhaldssnyrtivörur Guðrúnar

Guðrún Sortveit.
Guðrún Sortveit.

Guðrún Sörtveit, bloggari á Trendnet, vill hafa ljómandi og sólkyssta húð. Hér deilir hún sínum uppáhaldsvörum með lesendum Smartlands.

Clarins Glow 2 Go

Blush & Highligter Duo

„Ljómandi, sólkysst og fersk húð er mitt markmið í sumar. Mínar uppáhaldsvörur og þær sem ég mun grípa með mér út um allt í sumar eru klárlega krem og fljótandi snyrtivörur. Ég held mikið upp á Glow 2 Go Blush & Highligter Duo frá Clarins, en kinnalitir verða áberandi í sumar og þá sérstaklega kremaðir. Ég elska þetta kinnalita-trend, mikið á kinnbeinin og örlítið á nefið og maður verður svo frísklegur!“

Chanel  Les Beiges bronzing cream

„Sú vara sem er og verður líka í stanslausri notkun hjá mér í sumar er kremaður bronzer. Minn allra uppáhalds Les Beiges bronzing cream frá Chanel gerir húðina svo ljómandi náttúrulega, sólkyssta og ferska.“

Gosh Lumi Lips

„Fallegur gloss á varirnar er líka alltaf vinsæll á sumrin og eru glossarnir frá Gosh í miklu uppáhaldi hjá mér, þá sérstaklega Lumi Lips í litnum 002. Hann er sérstaklega hannaður til þess að veita vörunum raka og þéttleika, svo inniheldur hann líka ljós og spegil sem auðvelda manni að bera hann á hvar sem er yfir daginn – fullkominn fyrir þá sem eru alltaf á ferðinni.“

mbl.is