Stjúpdóttir Kamölu Harris slær í gegn í París

Fyrirsætan Ella Emhoff.
Fyrirsætan Ella Emhoff. AFP

Fyrirsætan Ella Em­hoff, stjúp­dótt­ir vara­for­seta Banda­ríkj­anna, Kamölu Harris, gekk tískupallana í París í vikunni fyrir merkið Balenciaga sem kynnti haust- og vetrarklæðnað. Hin 21 árs gamla Em­hoff vakti mikla at­hygli við inn­setn­ing­ar­at­höfn stjúp­móður sinn­ar í janú­ar og svo þegar hún þreytti frumraun sína á tískuvikunni í New York í febrúar. 

Emhoff er með fyrirsætusamning við fyrirtækið IMG Models en samkvæmt frétt New York Times segir Ivan Bart forstjóri fyrirtækisins um ráðningu Emhoff: „Það er ekki lögun, stærð eða kyn sem skiptir máli lengur. Ella er í takt við líðandi stund, hún er góð í samskiptum og hefur glaðlega útgeislun.“

Emhoff birtir myndskeið og myndir frá tískuvikunni í París á instagramsíðu sinni og þakkar þar hönnuðinum Demna Gvasalia, sem var yfirhönnuður Balenciaga fyrir þessa haust- og vetrarlínu 2021.

View this post on Instagram

A post shared by ella emhoff (@ellaemhoff)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál