Fagna gráu lokkunum á sextugsaldri

Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis eru nú …
Cynthia Nixon, Sarah Jessica Parker og Kristin Davis eru nú við tökur á And Just Like This. Skjáskot/Twitter

Leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Cynthia Nyxon skarta sínu náttúrulega gráa hári í endurgerð af þáttunum Sex and the City. Tökur á þáttunum standa yfir í New York-borg um þessar mundir og voru fyrstu myndirnar birtar fyrir helgina. 

Um er að ræða tíu þátta seríu sem ber titilinn And Just Like That og fjallar um þær stöllur Carrie Bradshaw, Miröndu Hobbes og Charlotte York á sextugsaldrinum. 

Kristin Davis, sem fer með hlutverk York, virðist ekki vera komin með grátt hár líkt og samstarfskonur hennar, en hún skartar enn sínu fallega dökka hári. 

Leikkonan Kim Cattrall mun ekki snúa aftur í hlutverki Samönthu Jones í þáttunum. Sex and the City slógu í gegn á sínum tíma en þeir voru framleiddir á árunum 1998 til 2004. Þá hafa tvær kvikmyndir einnig verið gerðar en sagan byggir á samnefndri bók eftir Candace Bushnell.

Streymisveitan HBO Max framleiðir þættina. Ekki hefur verið gefið út hvenær þeir verða aðgengilegir á veitunni.

mbl.is