Lét hárið fjúka

Jada Pinkett Smith rakaði á sér hárið. Hér má sjá …
Jada Pinkett Smith rakaði á sér hárið. Hér má sjá hana eftir og fyrir breytingar. Samsett mynd

Leikkonan Jada Pinkett Smith rakaði af sér hárið á dögunum. Stjarnan segir dóttur sína, Willow Smith, hafa átt hugmyndina að breytingunni. Hárleysið fer leikkonunni vel. 

„Willow lét mig gera þetta af því það var kominn tími til að sleppa tökunum,“ skrifaði stjarnan sem er að nálgast sextugsaldurinn en hinn 18. september verður hún fimmtug. Pinkett Smith hefur glímt við hárlos í nokkur ár og sést oft með klút.  

Tina Lawson, móðir tónlistarkonunnar Beyoncé, var meðal þeirra sem hrósuðu Pinkett Smith. Hún sagði nýja útlitið sýna fallega andlitið hennar betur auk þess sem það bæri meira á augunum. 

mbl.is