Var vöruð við gráa hárinu

Andie MacDowell var vöruð við að skarta gráa hárinu strax.
Andie MacDowell var vöruð við að skarta gráa hárinu strax. AFP

Leikkonan Andie MacDowell fór ekki í felur með sitt grásprengda hár á rauða dreglinum á Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrr í júlí. MacDowell segir að ákvörðunin um að sýna sitt raunverulega hár hafi ekki hlotið samþykki hjá umboðsmönnum hennar sem vöruðu hana við að sýna gráa hárið. 

Í viðtali við Vogue segir leikkonan að samfélagsmiðlar og útgöngubann í heimsfaraldrinum hafi haft áhrif á ákvörun sína. 

„Í upphafi faraldurs fór hár mitt að vaxa mikið og í hvert skipti sem börnin mín hittu mig sögðu þau mér að ég væri algjör töffari með gráa hárið. Ég hafði ekki mikið að gera í sjálfskipaðri sóttkví og varð heltekin af Jack Martin, sem sá um hárið á Jane Fonda. Ég deildi myndum með fullt af fólki og sagðist vildu gera þetta,“ sagði MacDowell. 

Hún segir að hugmyndin um að leyfa gráa hárinu að blandast við hennar dökka hár hafi skotið upp kollinum fyrir löngu og loksins fékk hún tíma til að leyfa því að gerast. 

„Umboðsmenn mínir höfðu raunar sagt mér að það væri ekki kominn tími á það. Ég sagði þeim að það væri vitleysa, ég væri miklu sterkari ef ég fagnaði þeim stað sem ég er á núna, því eftir tvö ár verð ég 65 ára. Ef ég geri það ekki núna, þá hef ég ekki tíma til að vera með salt-og-pipar-hár. Mig hefur alltaf langað til að vera salt og pipar,“ sagði MacDowell. 

Hún hikaði þó smá í byrjun og reyndi að finna út úr því hvernig hún gæti borið hárkollur til að þóknast öðru fólki. „En þegar ég gerði þetta bara fann ég að eðlishvöt mín var rétt. Mér hefur aldrei fundist ég jafn sterk og valdamikil. Mér finnst ég heiðarlegri. Mér finnst ég ekki vera að þykjast. Mér finnst þetta þægilegt. Og að mörgu leyti finnst mér þetta passa betur við andlit mitt. Mér finnst þetta bara fara mér ákaflega vel,“ sagði MacDowell.

Gráa hárið vakti lukku í Cannes.
Gráa hárið vakti lukku í Cannes. AFP
MacDowell finnst gráa hárið fara sér vel.
MacDowell finnst gráa hárið fara sér vel. AFP
„Mér finnst ég heiðarlegri. Mér finnst ég ekki vera að …
„Mér finnst ég heiðarlegri. Mér finnst ég ekki vera að þykjast. Mér finnst þetta þægilegt.“ AFP
mbl.is