Nýtt andlit Marc Jacobs afhjúpað

Marc Jacobs sáttur með þyngdarafl jarðar
Marc Jacobs sáttur með þyngdarafl jarðar Skjáskot/Instagram

Hinn 58 ára gamli tísku­hönnuður Marc Jac­obs fór í andlitslyftingu í síðustu viku og hefur nú birt afrakstur aðgerðarinnar á samfélagsmiðlinum Instagram.

Tískuhönnuðurinn virðist vera ánægður með árangurinn og hefur þá vonandi sætt sig við kenningu Sir Isaacs Newtons um þyngdarlögmálið. 

Jacobs birti mynd á Instagram af nýja andlitinu. „Þremur dögum síðar. Tilbúinn að sýna mig,“ skrifaði hann við myndina. Hann bætti nokkrum myllumerkjum við sem eiga að endurspegla kvilla sem fylgja svona aðgerðum, en hann er með bólgur og mar hér og þar.

Athugasemdir við myndina létu ekki á sér standa og eru flestir í áfalli yfir árangri lýtaaðgerðarinnar á andlit Jacobs. „Marc!!!!! Þú lítur æðislega út!!!,“ skrifaði Lisa Rinna og Debi Mazar sagði hann vera beittari en rakvélarblað.

„Aðeins þrem dögum eftir aðgerðina ... og þú lítur stórkostlega út!!! Ég gæti skorið demanta með kjálkalínunni þinni!!!,“ skrifaði lýtalæknir Jacobs, Andrew Jonoco, undir myndina. Hann bætir svo við að honum þyki heiður að Jacobs hafi treyst honum fyrir þessu verkefni og það skipti hann öllu máli.

View this post on Instagram

A post shared by Marc Jacobs (@themarcjacobs)

mbl.is