Vogue kemur til Skandinavíu

Vogue Scandinavia kemur út þann 8. ágúst.
Vogue Scandinavia kemur út þann 8. ágúst. Ljósmynd/Vogue Scandinavia

Tískutímaritið Vogue verður í fyrsta skipti gefið út í skandinavískri útgáfu hinn 8. ágúst næstkomandi. Er þetta 27. alþjóðlega útgáfa tímaritsins en Vogue hefur farið sigurför um heiminn síðan það var fyrst gefið út árið 1892. 

Vogue Scandinavia endurspeglar öll fimm ríkin sem teljast til Skandinavíu og verður gefið út á ensku. Útgáfan verður fyrst og fremst stafræn en prentað tímarit verður gefið út annan hvern mánuð. 

Tímaritinu verður ritstýrt frá Stokkhólmi í Svíþjóð en blaðamenn eru frá öllum fimm ríkjunum. Martina Bonnier er ritstjóri tímaritsins. Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir er ein af þeim sem munu leggja til efni í tímaritið auk fleiri sérfræðinga á mismunandi sviðum.

Ása Steinarsdóttir mun framleiða efni fyrir Vogue Scandinavia.
Ása Steinarsdóttir mun framleiða efni fyrir Vogue Scandinavia. Ljósmynd/Vogue Scandinavia
mbl.is