Margrét breytti kaffihúsi í öðruvísi hársnyrtistofu

Margrét Ásrúnardóttir rekur hársnyrtistofuna Wave Hair Salon við höfnina.
Margrét Ásrúnardóttir rekur hársnyrtistofuna Wave Hair Salon við höfnina. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hugmyndin var í upphafi þannig að mig langaði alltaf að geta boðið viðskipta vininum upp á meira dekur en gengur og gerist. Geta boðið upp á drykk og veitingar á meðan dekri stendur,“ segir Margrét Ásrúnardóttir eigandi Wave Hair Salon sem opnaði á Hótel Marina fyrr í þessum mánuði. 

Margrét er hársnyrtir og hafði alltaf langað til að opna eigin stofu. Hugmyndin varð til á spjalli við vinkonu hennar sem vissi af lausu rými á Hótel Marina. „Ég hafði samband við hótelstjórann og var hún til í að hitta mig á staðnum. Henni leist vel á hugmyndir mínar enda hafði hún hugsað sér að slík þjónusta myndi henta vel í þessu rými og ákváðum við að slá til,“ segir Margrét. 

Á stofunni er dekrið tekið upp á næsta level.
Á stofunni er dekrið tekið upp á næsta level. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á Wave Hair Salon er meira í boði en bara litun og klipping því gestir geta sest niður, fengið sér að borða og drekka og haft það notalegt við höfnina. 

„Ég og hótelstjórinn vorum með svipaðar hugmyndir um að sameina dekur þar sem viðskiptavinur getur valið sér setustofu og veitingar við hæfi hverju sinni, skálað í fallegu glasi með kampavíni og gætt makkarónu eða öðrum fallegum kræsingum sem í boði eru á hótelinu. Síðan er hægt að halda áfram í kvöldverð eða bara heim eftir frábæra upplifun. Einnig erum við með góða aðstöðu þar sem fólk getur unnið á meðan dekri stendur og pantað sér eitthvað á meðan,“ segir Margrét.

Margrét og eiginmaður hennar hönnuðu stofuna.
Margrét og eiginmaður hennar hönnuðu stofuna. Kristinn Magnússon

Hugmyndina hefur Margrét gengið með lengi en hlutirnir gerðust hratt eftir að hún viðraði hugmyndina við hótelstjórann. „Við fengum rýmið í lok júní á þessu ári og opnuðum í byrjun ágúst. Það er kannski minn ókostur en kannski kostur hve fljót ég er að koma hlutunum í gang. Ég er vakin og sofin yfir því sem mér dettur í hug hverju sinni,“ segir Margrét. 

Í rýminu var áður kaffihús.
Í rýminu var áður kaffihús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margrét og eiginmaður hennar, Auðunn Ólafsson, hönnuðu stofuna saman en rýmið var áður kaffihús. „Við hjónin erum ansi dugleg við að breyta og bæta, við erum búin að gera upp tvær íbúðir á stuttum tíma þannig að við erum í góðri þjálfun. Maðurinn minn útfærði og smíðaði til dæmis speglana og borðið. Ég er afskaplega mikið fyrir að búa til eitthvað nýtt og búa til nýja heima og upplifanir. Umhverfi hefur svo mikil áhrif á mig og fólk yfir höfuð,“ segir Margrét.

Wave Hair Saloon
Wave Hair Saloon Kristinn Magnússon
Gylltu speglarnir heilla Margréti.
Gylltu speglarnir heilla Margréti. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál