Gjörbreyttur maður án skeggsins

Seth Rogen lét hárið og skeggið fjúka.
Seth Rogen lét hárið og skeggið fjúka. Samsett mynd

Gamanleikarinn Seth Rogen lét hárið og skeggið fjúka á dögunum. Leikarinn hefur verið þekktur fyrir krullur sínar og skegg og er því gjörbreyttur maður. 

„Nýtt hár, sama augnaráðið,“ skrifaði Rogen við mynd sem hann deildi á Instagram. 

Þessi breyting hjá Rogen hefur fallið vel í kramið hjá aðdáendum hans og vinum. „Þú breyttist úr föður í pabba, já ég sagði það,“ skrifaði kollegi hans Chris Klemens. „Myndarlegur drengur,“ skrifaði Mark Duplass. Þá lét einn aðdáandinn falla að hann væri nú orðinn að silfurref.

View this post on Instagram

A post shared by Seth (@sethrogen)

mbl.is